New York stefnir olíufyrirtækjum vegna loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 11. janúar 2018 11:13 Hækkandi yfirborð sjávar ógnar New York og öðrum strandborgum. Yfirvöld þar hafa nú stefnt olíufyrirtækjum vegna ábyrgðar þeirra á hnattrænni hlýnun. Vísir/AFP Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Borgaryfirvöld í New York hafa stefnt fimm stærstu olíufyrirtækjum heims sem eru skráð á hlutabréfamarkað. Telja þau fyrirtækin ábyrg fyrir tjóni sem borgin verður fyrir af völdum loftslagsbreytinga í nútíð og framtíð. Losun manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti, er orsök þeirrar hnattrænu hlýnunar sem á sér nú stað á jörðinni. Meðalhiti jarðar hefur hækkað í kringum 1°C frá iðnbyltingunni og spár gera ráð fyrir að hlýnunin gæti náð 3-4°C fyrir lok aldarinnar ef ekkert verður að gert. Loftslagsbreytingarnar hafa í för með sér auknar öfgar í veðurfari og hækkun yfirborðs sjávar svo eitthvað sé nefnt. Strandborgir eins og New York eru ekki síst viðkvæmar fyrir slíkum breytingum. Í stefnu New York-borgar gegn BP, Chevron, Conoco-Phillips, ExxonMobile og Royal Dutch Shell er því haldið fram að fyrirtækin hafi saman framleitt um 11% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem verma nú jörðnia, að því er segir í frétt Washington Post. Eins er fullyrt að fyrirtækin hafi vitað af afleiðingum framleiðslu sinnar en þau hafi reynt að hylma yfir þær.Draga til baka fjárfestingar í jarðefnaeldsneytisiðnaðiBorgin segist verja milljörðum dollara í að verja strandlengjur sínar, innviði og borgara fyrir loftslagsbreytingum. Kostnaðurinn sé meiri en borgin ráði við. „Til að eiga við það sem framtíðin mun bera í skauti sér þarf borgin að reisa sjóvarnargarðar, flóðgarða, sandöldur og aðrar strandvarnir og hækka og tryggja fjölda bygginga í eigu borgarinnar, eignir og garða við strandlengjuna,“ segir í stefnunni. Auk málsóknarinnar ætlar borgin að draga til baka fjárfestingar sínar í 190 fyrirtækjum með tengsl við jarðefnaeldsneytisiðnaðinn upp á fimm milljarða dollara
Loftslagsmál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna