Tiger ánægður með endurkomuna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. janúar 2018 08:30 Áhorfendur voru brjálaðir í Tiger eins og venjulega. Hann kunni að meta það. vísir/getty Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods spilaði ágætlega á Torrey Pines um helgina og náði þá að klára fjóra hringi á golfmóti í fyrsta skipti síðan í ágúst árið 2015. Hann þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum og var ánægður hvernig til tókst. Woods var í vandræðum með upphafshöggin allt mótið og á lokahringnum hitti hann aðeins þrjár af fjórtán brautum úr upphafshöggunum. Stutta spilið var aftur á móti í fínu lagi og hann lauk leik á 3 höggum undir pari. Hann var því á meðal 30 efstu sem gladdi hann mikið. Tiger hitti nefnilega aðeins níu brautir á síðustu þremur dögunum. Hann bjargaði sér þó ítrekað sem gefur honum byr undir báða vængi. „Ég spilaði betur í dag en í gær. Aðstæður voru erfiðar en ég er mjög ánægður. Eftir að hafa verið í frá í tvö ár og spila fjóra fína hringi er ánægjulegt. Ég barðist virkilega fyrir þessu skori og er ánægður að hafa klárað heilt mót,“ sagði Tiger en nákvæmnin í upphafshöggunum var sú lélegasta hjá honum síðan 2005. „Ég hafði mestar áhyggjur af því hvernig mér myndi farnast í karganum. Ég hafði ekki spilað í svona grasi lengi en ég leysti það mjög vel. Því miður var ég alltaf að koma mér þangað,“ sagði Tiger léttur. Tiger hefur ekki ákveðið hvaða mót hann ætlar á næst en hann er að undirbúa sig fyrir Masters sem hefst í apríl.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira