Sérsaumaðar draumaflíkur hátískunnar Ritstjórn skrifar 27. janúar 2018 08:30 Pierre Balmain í stúdíó sínu í kringum árið 1940. Glamour/Getty Þessa dagana virðist vera tískuvika í hverri einustu viku einhversstaðar í heiminum þar sem einhver útgáfa af haust- og vetrarlínum næsta árs er sýnd. Í vikunni fór fram Haute Couture tískuvikan í París þar sem stærstu tískuhúsin sýndu fallega kjóla og flíkur sem einna helst passa á rauða dreglinum.En hvað þýðir haute couture?Haute couture, eða hátíska, er í raun sérsaumaðar og klæðskerasniðnar flíkur sem eru handgerðar frá upphafi til enda fyrir kúnnana. Öll smáatriði eru unnin í höndunum af faglærðu fólki og mikið lagt upp úr því. Efnin eru í bestu mögulegu gæðum og verðmiðinn á lokaútkomunni skiptir engu máli. Það er ekki á færi allra tískuhúsa að geta skreytt sig með haute couture stimplinum en til þess að geta tekið þátt í hátískunni þurfa tískuhúsin að uppfylla eftirfarandi skilyrði hér, sem voru ákveðin í París árið 1945:- Að sérsauma flíkur gegn pöntunum fyrir viðskiptavini. - Starfrækja vinnustofu (atelier) í París með að minnsta kosti 15 starfsmönnum í fullu starfi. - Vera með að minnsta kosti 20 starfsmenn sem sérhæfa sig í tæknilegri vinnu á vinnustofunni (atelier). - Sýna fatalínu með að minnsta kosti 50 flíkum tvisvar á ári (í janúar og júní) og að það sé blanda af kvöldklæðnaði og hvers- dagsfatnaði. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir í frá vinnustofum í París gegnum tíðina. Franska leikkonan Catherine Deneuve í mátun hjá Yves Saint Laurent.Jean Paul Gaultier í sínu haute couture stúdíói.Christian Lacroix að undirbúa haute couture sýningu. Mest lesið Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Diane Kruger vann gullpálmann í Cannes Glamour Bestu tískuaugnablik Prince Glamour Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour Gleðin ríkjandi en undirtónninn alvarlegri Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour
Þessa dagana virðist vera tískuvika í hverri einustu viku einhversstaðar í heiminum þar sem einhver útgáfa af haust- og vetrarlínum næsta árs er sýnd. Í vikunni fór fram Haute Couture tískuvikan í París þar sem stærstu tískuhúsin sýndu fallega kjóla og flíkur sem einna helst passa á rauða dreglinum.En hvað þýðir haute couture?Haute couture, eða hátíska, er í raun sérsaumaðar og klæðskerasniðnar flíkur sem eru handgerðar frá upphafi til enda fyrir kúnnana. Öll smáatriði eru unnin í höndunum af faglærðu fólki og mikið lagt upp úr því. Efnin eru í bestu mögulegu gæðum og verðmiðinn á lokaútkomunni skiptir engu máli. Það er ekki á færi allra tískuhúsa að geta skreytt sig með haute couture stimplinum en til þess að geta tekið þátt í hátískunni þurfa tískuhúsin að uppfylla eftirfarandi skilyrði hér, sem voru ákveðin í París árið 1945:- Að sérsauma flíkur gegn pöntunum fyrir viðskiptavini. - Starfrækja vinnustofu (atelier) í París með að minnsta kosti 15 starfsmönnum í fullu starfi. - Vera með að minnsta kosti 20 starfsmenn sem sérhæfa sig í tæknilegri vinnu á vinnustofunni (atelier). - Sýna fatalínu með að minnsta kosti 50 flíkum tvisvar á ári (í janúar og júní) og að það sé blanda af kvöldklæðnaði og hvers- dagsfatnaði. Hér eru nokkrar skemmtilegar myndir í frá vinnustofum í París gegnum tíðina. Franska leikkonan Catherine Deneuve í mátun hjá Yves Saint Laurent.Jean Paul Gaultier í sínu haute couture stúdíói.Christian Lacroix að undirbúa haute couture sýningu.
Mest lesið Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Sænska verslunin Weekday stekkur á SKAM æðið Glamour Sjáðu stuttmyndina Íslenskar Stelpur eftir Ísold Glamour Diane Kruger vann gullpálmann í Cannes Glamour Bestu tískuaugnablik Prince Glamour Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Konan, femínismi, jafnrétti kynjanna og listin að vera til Glamour Bleikt þema hjá Khloe Kardashian Glamour Gleðin ríkjandi en undirtónninn alvarlegri Glamour 6 regnkápur fyrir helgina Glamour