Blaðakonum gert að standa á bakvið karla Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2018 11:44 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, við Grátmúrinn í gær. Vísir/AFP Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans. Mið-Austurlönd Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Blaðakonur sem fylgst hafa með ferðalagi Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, um Ísrael hafa fengið sérstaka meðferð frá yfirvöldum þar. Konur voru aðskildar frá karlmönnum við Grátmúrinn i gær og voru þær settar á bakvið karlanna. Þá var starfsmanni Ríkissjónvarps Finnlands gert að fara úr brjóstahaldara sínum við skrifstofur Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, í gær. Hún neitaði og var því meinað að fjalla um fund Pence og Netanyahu.Samkvæmt frétt Chicago Tribune er þetta ekki í fyrsta sinn sem kvenkyns blaðamanni er skipað að afklæðast af öryggisvörðum Netanyahu. Hið sama kom fyrir blaðakonu Al Jazeera árið 2011.Grátmúrinn er undir stjórn hinna íhaldssömu samtaka Western Wall Heritage Foundation og hefur bænendum lengi verið skipt upp eftir kyni. Hið sama var gert við blaðamenn sem fylgdu Pence.Áðurnefnd samtök sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu sama fyrirkomulag hafa verið á þegar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti múrinn í fyrra. Einnig kom fram í tilkynningunni að samtökin höfnuðu öllum tilraunum til að afvegaleiða frá mikilvægi heimsóknar Pence og eiginkonu hans til Grátmúrsins.Sjá einnig: Klipptu kvenleiðtoga út úr göngunni í París Eins og komið hefur fram hefur þessi háttur lengi verið á við Grátmúrinn. Hins vegar hefur áður verið séð til þess að bæði karlar og konur geti fylgst með múrnum og því sem fer fram þar. Það var ekki gert í gær þar sem karlarnir virtust vera á hærri palli og fyrir framan konurnar. Nokkrar blaðakonur birtu myndir af aðstæðum þeirra á samfélagsmiðlum í gær.When it's a bit hard to do your job / women journalists forced to stand behind the men at the separation fence at the western wall for Mike Pence's visit #PenceInIsrael#PenceFencepic.twitter.com/IsXbJ0jTi5 — Ariane Ménage (@ariane_menage) January 23, 2018Separation at the Western Wall. The women stuck in isolation and can not photograph, work. Women journalists are second-class citizens. The American women photographers are frantically yelling at the representatives of the White House. #PenceFencepic.twitter.com/LFh1AkSROE — Tal Schneider (@talschneider) January 23, 2018 Í umfjöllun Chicago Tribune segir að aðskilnaðurinn hafi þótt umdeildur á undanförnum árum og áköll eftir þriðja rýminu, þar sem bæði konur og karlar geti beðið saman, hafi orðið sífellt háværari. Þá hafi ríkisstjórn Netanyahu ákveðið í fyrra að hlíða þeim áköllum og skipta torginu upp í þrjá hluta. Netanyahu hafi þó hætt við það eftir mikil mótmæli frá íhaldssömum meðlimum ríkisstjórnar hans.
Mið-Austurlönd Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira