Íslendingar geta mætt risaliðum í Þjóðadeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2018 07:30 Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Það kemur í ljós í dag hverjir verða mótherjar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Með tilkomu þessarar nýju keppni fækkar vináttulandsleikjum til muna og keppnisleikjum fjölgar.Drátturinn í Þjóðadeildina verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 10.40. Búið er að skipta 55 Evrópuþjóðum niður í fjórar deildir en skiptingin réðst af landsliðsstuðli UEFA eftir undankeppni HM 2018. Tólf lið eru í A- og B-deild, 15 lið í C-deild og 16 lið í D-deild. Íslenska karlalandsliðið er í A-deild þar sem leikið verður í fjórum þriggja liða riðlum. Leikið er heima og heiman. Tveir leikir fara fram í september næstkomandi, tveir í október og tveir í nóvember. Íslenska liðið verður í potti 3 ásamt Póllandi, Króatíu og Hollandi þegar dregið verður í dag. Heimsmeistarar Þýskalands, Evrópumeistarar Portúgals, Belgía og Spánn eru í potti 1 og í potti 2 eru Frakkland, England, Sviss og Ítalía. Það er því ljóst að strákarnir okkar fá verðug verkefni í þessari nýju keppni sem er búin að vera í nokkur ár í burðarliðnum hjá UEFA. Sigurvegarar riðlanna fjögurra í A-deild komast áfram í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar sem fer fram í júní á næsta ári. Eitt af þessum liðum sér um að halda þá keppni. Þar verða leiknir tveir undanúrslitaleikir, úrslita- og bronsleikur. Liðin sem lenda í þriðja og neðsta sæti riðlanna fjögurra í A-deild falla niður í B-deild fyrir Þjóðadeildina 2020-21. Sæti þeirra taka sigurvegarar riðlanna í B-deild. Þjóðadeildin gefur einnig fjögur sæti í lokakeppni EM 2020, eitt sæti fyrir hverja deild. Þetta eykur möguleika lakari liða Evrópu á að komast í lokakeppni EM. Hefðbundin undankeppni EM verður leikin 2019, frá mars til nóvember, og komast 20 lið í lokakeppnina í gegnum hana. Þau lið sem hafa ekki enn tryggt sér sæti í lokakeppninni fá annan möguleika á því í gegnum umspil. Fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildarinnar keppa sín á milli um síðustu fjögur lausu sætin á EM. Umspilið fer fram í mars 2020.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira