Auðvelt að flýja í símann Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2018 12:45 Þorlákur sagði að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir "lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Hvað er það sem veldur því að við verjum svo miklum tíma á dag í að skoða snjallsíma okkar? Þetta er spurning sem Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, reyndi að svara í erindi sínu: „Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Heljartak sálfræðilegra styrkingarhátta í samfélagsmiðlum og tölvuleikjum“ á málstofu í HR í dag. Þar fór hann meðal annars yfir það hvernig snjallsímarnir, samfélagsmiðlar og tölvuleikir hafa áhrif á fólk og tryggja að fólk sýni því áhuga. Hann byrjaði þó mál sitt á því að segja að sálfræði væri ekki geimvísindi. „Nei. Hún er miklu flóknari,“ sagði Þorlákur. Hann sagði ótal margt hafa áhrif á fólk og að hegðun væri einstaklega flókið fyrirbæri. Hins vegar væru nokkur grunnlögmál um hegðun sem skýrðu obba hennar. Því næst vísaði hann til skýrslu sem birt var í fyrra þar sem því var haldið fram að fólk verji yfir tveimur klukkustundum að meðaltali á dag á samfélagsmiðlum. Fyrir því væru tvær augljósar og tvær ekki svo augljósar ástæður.Flóttinn sterkurSú fyrsta væri að það sé svo margt skemmtilegt og mikilvægt í snjallsímanum. Önnur ástæðan væri að það sé svo auðvelt að fara í símann. Sú þriðja væri að við værum oft að flýja frá öðru, til dæmis vinnu eða námi, og sú fjórða væri að styrkingarhættirnir á efninu sem er í símanum séu afar öflugir. Fólk væri oft í aðstæðum þar sem verið væri að vinna að erfiðu, löngu eða leiðinlegu verki. Snjallsíminn væri alltaf innan seilingar uppfullur af leikjum, skilaboðum, fréttum, „lækum“ og slíku. Afþreyingu. Því væri mjög auðvelt að flýja í símann. Þorlákur vék máli sínu einnig að því hvernig símarnir og samfélagsmiðlar nái til fólks. Hann sagði að það sem fólki þætti áhugavert, spennandi, forvitnilegt, fyndið og slíkt kallaðist styrking. Erfitt væri að segja til um hvað maður fyndi í símanum sem maður hefði gaman af og stundum fyndi maður ekki neitt.Notendum komið á bragðiðÞað hefði þau áhrif að þolinmæði fólk við að fletta í gegnum samfélagsmiðla, við leit að einhverju áhugaverðu, væri meiri en ef hver sem er myndi alltaf finna eitthvað sem honum þætti áhugavert. Til að þjálfa hegðun væri mikilvægt að styrkja fólk fyrst, sína því mikið af efni sem því finnst áhugavert, og draga svo úr því og fá notendur til að leita meira og verja meiri tíma í leitina. Þá sagði Þorlákur að félagsleg styrking væri eitthvað það áhrifaríkasta sem til væri. Þörfin fyrir „lækum“ og athygli á samfélagsmiðlum. Þorlákur ræddi einnig um tölvuleiki og sagði „heljartak styrkingarháttarins“ oft vera mun meira þar en í samfélagsmiðlum og í snjallsímum. Það væri ekki ósvipað og í fjárhættuspilum. Þorlákur tók að lokum til nokkra punkta fyrir fólk sem vill stjórna símanotkun sinni og barna sinna. Fyrsti punkturinn var að stjórna síma- og tölvunotkun barna með því að láta þau fyrst læra eða vinna húsverk. Síðan fá hóflegan síma- og leikjatíma. Hann sagði þá reglu þurfa að vera skýra og að ekki mætti hvika frá henni. Þorlákur sagði fólk geta stjórnað eigin miðlanotkun og þá fyrst með því að skrá notkunina, svo að setja sér markmið og reglur og skrá áfram til að sjá hvort markmiði sé náð. Þá eru til snjallforrit sem takmarka tímann á samfélagsmiðlum eins og StayFocusd og SelfControl. Þar er hægt að stilla hve miklum tíma fólk getur varið á hinum ýmsu miðlum.Komið til að veraÞorlákur sagði símann, eða eitthvað ennþá áhugaverðara afsprengi hans, vera kominn til að vera. Hið sama væri að segja um tölvuleiki. Til að taka á móti slíkri breytingu verði meðal annars að „leikjavæða“ umhverfi okkar í ríkari mæli. Eins og að forrita námsefni í leikjaform. Það væri eini séns barnanna.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira