Haraldur Nelson um veikindi Till: „Þetta er bara rugl“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 19:15 „Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
„Þetta er bara rugl,“ segir Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, um meint veikindi Darrens Tills sem ekkert þykist kannast við fyrirhugaðan bardaga þeirra í Lundúnum í mars. Í lok síðustu viku stefndi allt í að Gunnar Nelson myndi snúa aftur í búrið í Lundúnum í mars og berjast þar sem aðalatriði bardagakvölds UFC á móti Darren Till. Íþróttadeild hefur séð staðfestingu þess efnis að Sean Shelby, maðurinn sem sér um að raða upp bardögum fyrir UFC, bauð Gunnari og Till bardagann, en Till þóttist engin skilaboð hafa fengið. „UFC segir okkur að þeim hafi verið boðinn bardaginn og ég var í beinu sambandi við Sean Shelby, bæði á messenger og eins töluðum við saman í síma. Hann segir að þeir voru að bíða eftir svari frá Till. Við erum að bjóða ykkur main event í London og nú bíðum við eftir svari en svo kemur ekkert svar,“ sagði Haraldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Síðast í nótt var Shelby að ýta á eftir Till og hans mönnum að taka bardagann en þá var hann allt í einu orðinn veikur og ekki tilbúinn að berjast við Gunnar. Þessi skilaboð fékk Haraldur frá Shelby sjálfum. „Það er klárt að þeir buðu umboðsmanninum bardagann. Hvort að hann komi skilaboðunum ekki áleiðis vitum við ekki en þetta er klárlega á teyminu en þeir verða að svara fyrir það af hverju í ósköpunum maðurinn veit þá ekki af bardaganum,“ sagði Haraldur. Sérfræðingar í UFC-fræðum sjá alveg að bardagi við Gunnar hentar Till ekki mjög vel á þessum tímapunkti. Veikindin koma því á ansi heppilegum tíma, ef þannig má að orði komast, en Till hefur samt verið að kalla menn út og meðal annars nánast samþykkt bardaga við Gunnar í opinberu spjalli þeirra á Twitter. „Þá á hann ekkert að segjast vilja berjast við Gunnar og á ekkert að vera kalla menn út. Þeim var á þeim tíma sama hvort þetta væri í London eða Liverpool, en svo þegar manninum er boðið stærsta kvöldið í Evrópu og það heima hjá þér þá er hann veikur. Þetta er bara rugl,“ sagði Haraldur Nelson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Líkurnar á því að Gunnar Nelson berjist í Lundúnum í mars minnka með hverjum deginum. 30. janúar 2018 11:03
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00