Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Aðstandendur hátíðarinnar hafa vart undan að svara erlendum aðilum sem vilja fá að taka þátt í keppninni. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Sjá meira