Í dragt frá Alexander McQueen Ritstjórn skrifar 2. febrúar 2018 08:30 Glamour/Getty Leikkonan Meghan Markle hefur sýnt það að hún ætlar ekki að vera einhver hefðbundin prinsessa þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins í vor. Allavega finnst Bretum hún óhefðbundin þegar kemur að fatavali og stíl. Þá hefur Markle ákveðið að halda ræðu í eigin brúðkaupi, eitthvað sem tíðkast víst ekki í konunglegum breskum brúðkaupum. Í gærkvöldi mætti hún ásamt unnusta sínum Harry á góðgerðakvöldverð og klæddist svartri buxnadragt frá Alexander McQueen og í hvítri blússu með slaufu frá merkinu Tuxe. Einfalt og smart. Breska þjóðin er hrifin og sérstaklega þar sem Markle er að velja breska hönnun í auknum mæli. Það mætti kannski halda að hún hefði verið að hugsa um sjónvarpsþættina sem hún sagði nýverið skilið við, Suits, en á dögunum var tilkynnt að leikkonan Katherine Heigl mun bætast við seríuna vinsælu í næstu þáttaröð. Mest lesið Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour "Ekki horfa!“ Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour Stjörnurnar sem eiga von á sér árinu Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour
Leikkonan Meghan Markle hefur sýnt það að hún ætlar ekki að vera einhver hefðbundin prinsessa þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins í vor. Allavega finnst Bretum hún óhefðbundin þegar kemur að fatavali og stíl. Þá hefur Markle ákveðið að halda ræðu í eigin brúðkaupi, eitthvað sem tíðkast víst ekki í konunglegum breskum brúðkaupum. Í gærkvöldi mætti hún ásamt unnusta sínum Harry á góðgerðakvöldverð og klæddist svartri buxnadragt frá Alexander McQueen og í hvítri blússu með slaufu frá merkinu Tuxe. Einfalt og smart. Breska þjóðin er hrifin og sérstaklega þar sem Markle er að velja breska hönnun í auknum mæli. Það mætti kannski halda að hún hefði verið að hugsa um sjónvarpsþættina sem hún sagði nýverið skilið við, Suits, en á dögunum var tilkynnt að leikkonan Katherine Heigl mun bætast við seríuna vinsælu í næstu þáttaröð.
Mest lesið Caitlyn gefur út nýja og stærri línu fyrir MAC Glamour "Ekki horfa!“ Glamour Bleikur október beint af tískupöllunum Glamour Conor McGregor klæddist Gucci um helgina Glamour PETA mótmælir á hluthafafundi Hermes Glamour Sarah Jessica Parker snýr aftur á skjáinn Glamour DKNY hættir við að sýna á tískuvikunni í New York Glamour Stjörnurnar sem eiga von á sér árinu Glamour Christy Turlington Burns á forsíðu Glamour Glamour Girnilegt haust frá Geysi Glamour