Olís-deildirnar og Píeta samtökin í samstarf til styrktar forvörnum gegn sjálfsvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 17:45 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram sjást hér með forsetafrúnni Elízu Reid og Jóni Ólafi Halldórssyni, forstjóra Olís. Vísir//Hanna Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Píeta samtökin eru komin í samstarf við Olís deildirnar í handbolta en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í dag. Fulltrúar deildanna voru Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss í Olís deild karla og Þórey Rósa Stefánsdóttir, leikmaður Fram í Olís deild kvenna. Olísdeildin og Píeta samtökin, sem einbeita sér að forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, hafa nefnilega tekið höndum saman og vinna nú í sameiningu að vitundarvakningu og söfnun fyrir samtökin. Söfnunin fer fram á pieta.is og einnig verða seld sérstök Píeta-armbönd á leikjum í Olísdeildinni. Nokkrar af handboltastjörnum Olísdeildarinnar verða líka í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð og fara þar með Píeta yfirlýsingu sem hvetur okkur til að vera til staðar fyrir þá sem líður illa og að tala upphátt um hlutina.Með yfirskriftinni „Segðu það upphátt“ er minnt á mikilvægi þess að tala opinskátt um hlutina og leita í vinina og baklandið ef fólki líður illa, en ekki síður mikilvægi þess að við hin látum öll vita af því að við séum til staðar fyrir alla þá sem standa okkur nærri og glíma við slíka vanlíðan – að við ætlum ekki að standa aðgerðalaus hjá, við séum tilbúin til að hlusta og aðstoða – eða í það minnsta hjálpa viðkomandi að leita sér aðstoðar Fyrir alla leiki í deildinni á næstunni verður minnt á átakið með táknrænni athöfn. Leikmenn beggja liða ganga þá blandaðir fram á gólfið, mynda línu og leggja hönd yfir öxl (til skiptis heimaleikmaður og gestur) meðan yfirlýsingin verður flutt í hljóðkerfi. Hér fyrir neðan er yfirlýsingin sem flutt verður af handboltafólkinu í sjónvarpsauglýsingunni, en henni verður jafnframt hægt að dreifa á samfélagsmiðlum. Vonast er til að sem flestir vilji deila henni með myllumerkinu #segðuþaðupphátt og breyta um leið prófílmyndinni sinni.Píeta yfirlýsingin „Ég vil vera til staðar fyrir alla sem líður illa og leita til mín. Ég ætla ekki að standa aðgerðarlaus hjá ef mig grunar að einhver nálægt mér glími við vanlíðan, og gera mitt besta til að aðstoða. Án þess að þó að ganga of nærri mér eða viðkomandi – en hvetja til að leita aðstoðar sérfræðinga ef þurfa þykir. Enginn ætti að burðast einn með sársauka. Ég vildi bara segja þetta upphátt.“Vísir/HannaVísir/Hanna
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira