Sony dreifir Herra Hnetusmjöri um Norðurlöndin Stefán Þór Hjartarson skrifar 15. febrúar 2018 08:00 Herra Hnetusmjör gæti opnað dyrnar fyrir íslenskt popp á Norðurlöndunum með samningnum. VÍSIR/ERNIR „Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi. Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Við vorum búnir að taka eftir spilun á Spotify frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku og vorum svona aðeins farnir að grúska í því hvernig við ættum að tækla það; eigum við að gera Facebook póst á norsku og pósta honum bara í Noregi eða hvað – svo fékk ég bara þetta boð á þennan fund með Sony. Það lá beinast við að gera þetta bara með þeim, þeir eru búnir að sanna sig þarna í Danmörku. Þannig að mér líst bara mjög vel á þetta,“ segir Herra Hnetusmjör en hann skrifaði undir samning við Sony nú á dögunum. Hann er annar íslenski listamaðurinn sem gerir það á stuttum tíma en eins og Fréttablaðið greindi frá í byrjun mánaðar skrifaði rapparinn Aron Can undir sams konar samning við Sony. Það er því ljóst að þeir hjá Sony vilja ólmir dreifa vinsælli íslenskri tónlist um Norðurlöndin og mögulega víðar. „Þeir eru með rosa mikið af samböndum og þetta gerir allt miklu þægilegra fyrir mig. Svo á ég enn „masterana“ af lögunum mínum – þannig að þetta er ekki þessi týpíski plötusamningur sem allir rapparar eru hræddir við og þar með talinn ég. Þeir ætla bara að dreifa efninu.“Sony virðist vera að sópa upp íslenskum röppurum. Aron Can fékk einnig samning fyrr í mánuðinum. Fréttablaðið/ErnirÞú segir að Skandinavarnir séu duglegir að spila tónlistina þína – er þetta mikil spilun? „Já, þetta eru alveg hundruð og stundum þúsundir spilana á mánuði. Rappið er náttúrulega á þannig stað í dag að það skiptir ekkert endilega öllu máli hvað þú segir, það er meira hvernig þú segir það. Þetta sér maður í Atlanta-senunni til dæmis – þegar „mumble“ rappið kom fyrst þá skildi maður ekkert það sem Young Thug var að segja en það var samt alveg sturlað.“ Þannig að frændur vorir á Norðurlöndunum virðast kunna að meta vélbyssuflæði Herra Hnetusmjörs án þess þó endilega að skilja hvað okkar flóknu íslensku orð þýða.Vekur þessi samningur ekki upp alls konar hugmyndir hjá þér? Er komið eitthvert plan í framhaldinu? „Ég er náttúrulega að spila allar helgar næstu vikurnar og mánuðina. En ég veit það ekki, ég er alltaf að gera einhver lög og það verður kannski plata úr því.“ Þú ferð að henda einhverjum skandinavískum vísunum í textana þína? „Já, ég byrja að tala ógeðslega mikið um Joe and the Juice og IKEA og eitthvað,“ segir Herra Hnetusmjör hlæjandi.
Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira