Lambhúshettur, slökkviliðsjakkar og poppkorn Ritstjórn skrifar 14. febrúar 2018 11:30 Glamour/Getty Raf Simons sýndi sýna þriðju línu fyrir Calvin Klein á tískuvikunni í New York í gær. Sýning fór fram í húsnæði American Stock Exchange þar sem poppkorn þakti gólfið, ljósmyndir eftir Andy Warhol hékk á veggjum og listaverk eftir Sterling Ruby í loftinu. Það var því óneitanlega áhugaverður bragur á sjálfri sviðsmyndinni og línan sjálf sveik engan. Prjónaðar lambhúshettur, dragsíðir kjólar parað saman við þykkar ullarpeysur, víðir frakkar og svo einhverskonar útgáfur af jökkum sem maður sér slökkviliðsmenn ganga í, í þykku slitsterku efni með endurskini á ermum. Við erum hrifnar af þessari línu - sérstaklega af þessum flottu yfirhöfnum. Hvað segið þið? Mest lesið Coachella kærir Urban Outfitters Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour „Vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir“ Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Vel klædd í -17 stiga frosti í New York Glamour Landsliðið les Glamour Glamour
Raf Simons sýndi sýna þriðju línu fyrir Calvin Klein á tískuvikunni í New York í gær. Sýning fór fram í húsnæði American Stock Exchange þar sem poppkorn þakti gólfið, ljósmyndir eftir Andy Warhol hékk á veggjum og listaverk eftir Sterling Ruby í loftinu. Það var því óneitanlega áhugaverður bragur á sjálfri sviðsmyndinni og línan sjálf sveik engan. Prjónaðar lambhúshettur, dragsíðir kjólar parað saman við þykkar ullarpeysur, víðir frakkar og svo einhverskonar útgáfur af jökkum sem maður sér slökkviliðsmenn ganga í, í þykku slitsterku efni með endurskini á ermum. Við erum hrifnar af þessari línu - sérstaklega af þessum flottu yfirhöfnum. Hvað segið þið?
Mest lesið Coachella kærir Urban Outfitters Glamour Justin Bieber gerir allt vitlaust með loðkápunni sinni Glamour Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Sportleg sólgleraugu með endurkomu Glamour Englahár og aðrar öðruvísi hárgreiðslur Glamour „Vonandi ryðjum við brautina fyrir komandi kynslóðir“ Glamour Epal með snilldarlega auglýsingu eftir umræðu vikunnar Glamour Stjörnurnar samgleðjast samkynhneigðum Glamour Vel klædd í -17 stiga frosti í New York Glamour Landsliðið les Glamour Glamour