Rússar hóta að loka Youtube og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2018 16:30 Oleg Deripaska er hér með Vladimir Putin, forseta Rússlands. Vísir/AFP Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði. Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Ríkisstjórn Rússlands hefur hótað því að loka á aðgang Rússa að YouTube og Instagram ef starfsmenn miðlanna fjarlægja ekki myndir og myndbönd af fundi auðjöfursins Oleg Deripaska og aðstoðarforsætisráðherrans Sergei Prikhodko á snekkju við Noreg árið 2016. Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny vakti nýverið athygli á efninu sem birt var af fyrirsætunni og fylgdarkonunni Anastasiya Vashukevich. Hún er 21 árs gömul og gengur undir nafninu Nastya Rybka og segist hafa verið ráðin til þess að verja tíma með mönnunum um borð í snekkjunni. „Auðjöfur tekur embættismann í siglingu á eigin snekkju. Það eru mútur,“ sagði Navalny í myndbandi sem hann birti nýverið þar sem hann ræðir niðurstöður spillingarrannsóknar sinnar. „Auðjöfur borgar fyrir þetta allt saman og þar á meðal ungar stúlkur frá fylgdarþjónustum. Það eru einmitt einnig mútur.“Í myndbandinu heldur Navalny því einnig fram að fundurinn hafi verið haldinn til að Deripaska gæti komið upplýsingum til Prikhodko. Að þær upplýsingar hafi snúið að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og Deripaska hafi fengið þær frá Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump. Navalny færir þó ekki sannanir fyrir þeirri fullyrðingu. Washington Post sagði þó frá því í september að Manafort hefði sent millilið tölvupóst tveimur vikum áður en Trump hlaut tilnefningu Repúblikanaflokksins og beðið hann um að koma skilaboðum til Deripaska.„Ef hann vill einkakynningu getum við gert það,“ skrifaði Manafort í póstinn sem var sendur þann 7. júlí 2016. Í samtali við AP segði talsmaður Deripaska að ásakanir Navalny væru liður í rógsherferð Navalny gegn auðjöfrinum. Hann neitaði því ekki að fundurinn hefði átt sér stað en sagði að ekki hefði verið um nokkurs konar mútur að ræða.Þá höfðaði Deripaska mál gegn Navalny og fór fram á að myndir og myndbönd af fundinum yrðu fjarlægð. Hann sagði þau brjóta gegn friðhelgi hans.Samkvæmt frétt Guardian hafa yfirvöld Rússlands gefið YouTube og Instagram frest til loka dags, þriðjudags, til þess að fjarlægja myndirnar og myndböndin. Navalny var einnig gert að fjarlægja myndband sitt og niðurstöður nýlegrar rannsóknar sinnar af vefsvæði sínu.Navalny segir þetta vera opinbera ritskoðun án fordæmis og hvatti stuðningsmenn sína til að dreifa rannsókninni og myndbandi sínu eins vítt og hægt er. Dómstólar í Rússlandi hafa einnig meinað Navalny að bjóða sig fram til forseta gegn Vladimir Putin í forsetakosningum í Rússlandi í næsta mánuði.
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira