3 hlutir sem við vitum um brúðkaup Meghan og Harry Ritstjórn skrifar 12. febrúar 2018 10:45 Glamour/Getty Eins og flestir vita eru Bretar nú á fullu að undirbúa sig fyrir næsta konunglega brúðkaup í Bretlandi. Leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins ætla að ganga í það heilaga í vor og hafa þegar unnið hug og hjarta þjóðarinnar. Það er ekki búið að leka mikið út til fjölmiðla um smáatriðin við brúðkaupið sjálft en þetta vitum við um viðburðinn sem eflaust verður hápunktur „royalista“ út um allan heim. Brúðkaupið fer fram þann 19 maí næstakomandi í St George´s kapellunni í Windsor kastalnum. Þetta er sama kirkja og Harry sjálfur var skírður í og faðir hans, Karl Bretaprins, gekk að eiga Camillu eiginkonu sína þar árið 2005. Justin Welby, erkibiskupinn af Canterbury mun gefa parið saman. Konungsfjölskyldan borgar fyrir brúðkaupið en það má gera ráð fyrir að dagurinn verði undirlagður í London þar sem brúðhjónin hafa staðfest að þau muni keyra um borgina í hestvagni eins og hefðin segir til um. Þá getur almenningur safnast saman á götum borgarinnar og heiðrað brúðhjónin áður en þau halda til veislunnar ásamt fjölskyldu og vinum. Ekkert hefur verið gefið út með hver hannar brúðarkjól Meghan en Bretar vænta þess að hún velji breskan hönnuð. Svilkona hennar Katrín hertogaynja af Cambridge, valdi einmitt Söruh Burton hjá Alexander McQueen sem hannaði eftirminnilega guðdómlegan brúðarkjól á hana. Þessi tvö hafa unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour „Var aldrei týpan sem gat borðað án þess að fitna“ Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Taylor Swift er hætt með Tom Hiddleston Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Nike hefur sölu á hijab fyrir konur Glamour
Eins og flestir vita eru Bretar nú á fullu að undirbúa sig fyrir næsta konunglega brúðkaup í Bretlandi. Leikkonan Meghan Markle og Harry Bretaprins ætla að ganga í það heilaga í vor og hafa þegar unnið hug og hjarta þjóðarinnar. Það er ekki búið að leka mikið út til fjölmiðla um smáatriðin við brúðkaupið sjálft en þetta vitum við um viðburðinn sem eflaust verður hápunktur „royalista“ út um allan heim. Brúðkaupið fer fram þann 19 maí næstakomandi í St George´s kapellunni í Windsor kastalnum. Þetta er sama kirkja og Harry sjálfur var skírður í og faðir hans, Karl Bretaprins, gekk að eiga Camillu eiginkonu sína þar árið 2005. Justin Welby, erkibiskupinn af Canterbury mun gefa parið saman. Konungsfjölskyldan borgar fyrir brúðkaupið en það má gera ráð fyrir að dagurinn verði undirlagður í London þar sem brúðhjónin hafa staðfest að þau muni keyra um borgina í hestvagni eins og hefðin segir til um. Þá getur almenningur safnast saman á götum borgarinnar og heiðrað brúðhjónin áður en þau halda til veislunnar ásamt fjölskyldu og vinum. Ekkert hefur verið gefið út með hver hannar brúðarkjól Meghan en Bretar vænta þess að hún velji breskan hönnuð. Svilkona hennar Katrín hertogaynja af Cambridge, valdi einmitt Söruh Burton hjá Alexander McQueen sem hannaði eftirminnilega guðdómlegan brúðarkjól á hana. Þessi tvö hafa unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar.
Mest lesið Stuð og stemming í bleiku tískuboði Glamour „Var aldrei týpan sem gat borðað án þess að fitna“ Glamour Keira Knightley nýtt andlit Chanel Jewellery Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Bakvið tjöldin með Kenzo fyrir H&M Glamour Taylor Swift er hætt með Tom Hiddleston Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir hann Glamour Gucci opnaði tískuvikuna í Mílanó með neglu Glamour Calvin Harris auglýsir Emporio Armani nærföt Glamour Nike hefur sölu á hijab fyrir konur Glamour