Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2018 11:20 Hlýrra og vætusamara veðurfar virðist henta beykitrjám sem hafa sótt í sig veðrið í skógum í austurhluta Bandaríkjanna. Vísir/AFP Hnattræn hlýnun og aukin úrkoma virðist hafa verið vatn á myllu beykitrjáa. Vísindamenn í Bandaríkjunum vara við því að uppgangur beykis geti haft neikvæð áhrif á vistkerfi skóga og nytjar í þeim. Niðurstöður hóps vísindamanna frá tveimur háskólum og Skógrækt Bandaríkjanna benda til þess að beyki hafi vaxið ásmegin í skógum í norðaustanverðum Bandaríkjunum frá 1983 til 2014. Á sama tíma hafi öðrum tegundum eins og hlyni og birki hnignað, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þetta telja vísindamennirnir vandamál vegna hættunnar á útbreiðslu barkarsjúkdóma í beykinu sem veldur því að trén drepast ung. Ný tré taki við sem falli einnig fyrir sömu sjúkdómum. Þá hjálpar það beykinu að dádýr éta ekki fræ þess eins og annarra trjáa. Breytingin í samsetningu skóga getur einnig haft áhrif á timburiðnaðinn. Beyki er gjarnan notað í eldivið og er mun verðminna en byrki og hlynur sem er nýttur í húsgögn og gólfefni. „Framtíðaraðstæður virðast hygla beyki og umsjónarmenn skóga verða að finna góðar lausnir til að bæta úr því,“ segir Aaron Weiskittel, aðstoðarprófessor í skógarlífkenni og líkönum frá Háskólanum í Maine. Hann er einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Journal of Applied Ecology. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Hnattræn hlýnun og aukin úrkoma virðist hafa verið vatn á myllu beykitrjáa. Vísindamenn í Bandaríkjunum vara við því að uppgangur beykis geti haft neikvæð áhrif á vistkerfi skóga og nytjar í þeim. Niðurstöður hóps vísindamanna frá tveimur háskólum og Skógrækt Bandaríkjanna benda til þess að beyki hafi vaxið ásmegin í skógum í norðaustanverðum Bandaríkjunum frá 1983 til 2014. Á sama tíma hafi öðrum tegundum eins og hlyni og birki hnignað, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Þetta telja vísindamennirnir vandamál vegna hættunnar á útbreiðslu barkarsjúkdóma í beykinu sem veldur því að trén drepast ung. Ný tré taki við sem falli einnig fyrir sömu sjúkdómum. Þá hjálpar það beykinu að dádýr éta ekki fræ þess eins og annarra trjáa. Breytingin í samsetningu skóga getur einnig haft áhrif á timburiðnaðinn. Beyki er gjarnan notað í eldivið og er mun verðminna en byrki og hlynur sem er nýttur í húsgögn og gólfefni. „Framtíðaraðstæður virðast hygla beyki og umsjónarmenn skóga verða að finna góðar lausnir til að bæta úr því,“ segir Aaron Weiskittel, aðstoðarprófessor í skógarlífkenni og líkönum frá Háskólanum í Maine. Hann er einn höfunda rannsóknarinnar sem birtist í vísindaritinu Journal of Applied Ecology.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43 Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Hnattræn hlýnun gæti leyst kvikasilfur á norðurhjara úr læðingi Þiðnun freðmýra á norðurskautinu getur haft margþættar og grafalvarlegar afleiðingar fyrir loftslag og umhverfi jarðar. 6. febrúar 2018 11:43
Íbúum Höfðaborgar sagt að skrúfa fyrir klósettkassana Fólki er ráðlagt að geyma vatn úr uppvaski til að fylla á klósett og fara ekki oftar en tvisvar í viku í sturtu. 26. janúar 2018 18:28