Valdís Þóra: Mjög stolt af spilamennskunni um helgina Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. febrúar 2018 07:15 Valdís Þóra Jónsdóttir. LET Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, lauk leik í 3. sæti á Australian Ladies Classic í Bonville á sjö höggum undir pari um helgina en þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuðum sem Valdís tekur þriðja sætið á LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í heiminum. Jafnaði hún með því besta árangur Íslendings á sterkustu mótaröð Evrópu sem hún náði í Kína í nóvember. Fékk hún 13.356 ástralska dollara fyrir árangurinn sem er rúmlega milljón í íslenskum krónum en með því kemst hún í sjötta sæti á peningalista mótaraðarinnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í 14. sæti á mótinu á pari en síðustu þrír hringir hennar voru frábærir eftir að hafa komið í hús á fyrsta hring á átta höggum yfir pari.Erfiðar aðstæður Veðrið í Ástralíu var að stríða mótshöldurum töluvert um helgina en fresta þurfti leik í um fjóra tíma vegna þrumuveðurs á lokahringnum en Valdís var á fjórtándu braut þegar kylfingum var sagt að hætta. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að spila vel. „Heilt yfir er ég mjög ánægð og stolt af spilamennskunni um helgina, sérstaklega þegar við fengum að fara aftur út eftir rigninguna. Þar sá ég að ég var enn þá í þriðja sæti en ég reyndi bara að sækja eins marga fugla og ég gat,“ sagði Valdís í samtali við fréttaritara mótaraðarinnar eftir hringinn. Valdís er í sjötta sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni í byrjun árs en á fimmtudaginn hefst fimmta mótið í röð í Ástralíu. „Ég er búin að vera að spila vel, spilamennskan síðustu tvær vikur ýtir undir sjálfstraustið hjá manni og gefur mér mikið fyrir komandi tímabil.“ Golf Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr GL, lauk leik í 3. sæti á Australian Ladies Classic í Bonville á sjö höggum undir pari um helgina en þetta er í annað skiptið á nokkrum mánuðum sem Valdís tekur þriðja sætið á LET-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í heiminum. Jafnaði hún með því besta árangur Íslendings á sterkustu mótaröð Evrópu sem hún náði í Kína í nóvember. Fékk hún 13.356 ástralska dollara fyrir árangurinn sem er rúmlega milljón í íslenskum krónum en með því kemst hún í sjötta sæti á peningalista mótaraðarinnar. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk leik í 14. sæti á mótinu á pari en síðustu þrír hringir hennar voru frábærir eftir að hafa komið í hús á fyrsta hring á átta höggum yfir pari.Erfiðar aðstæður Veðrið í Ástralíu var að stríða mótshöldurum töluvert um helgina en fresta þurfti leik í um fjóra tíma vegna þrumuveðurs á lokahringnum en Valdís var á fjórtándu braut þegar kylfingum var sagt að hætta. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að spila vel. „Heilt yfir er ég mjög ánægð og stolt af spilamennskunni um helgina, sérstaklega þegar við fengum að fara aftur út eftir rigninguna. Þar sá ég að ég var enn þá í þriðja sæti en ég reyndi bara að sækja eins marga fugla og ég gat,“ sagði Valdís í samtali við fréttaritara mótaraðarinnar eftir hringinn. Valdís er í sjötta sæti á peningalistanum á Evrópumótaröðinni í byrjun árs en á fimmtudaginn hefst fimmta mótið í röð í Ástralíu. „Ég er búin að vera að spila vel, spilamennskan síðustu tvær vikur ýtir undir sjálfstraustið hjá manni og gefur mér mikið fyrir komandi tímabil.“
Golf Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Sjá meira