Hryllingurinn heldur áfram í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Enn eitt barnið fær meðferð á bráðabirgðasjúkrahúsi í Austur-Ghouta eftir loftárásir Assad-liða. Vísir/AFP Loftárásir á Austur-Ghouta í Sýrlandi héldu áfram í gær og rigndi sprengjum úr flugvélum hermanna á bandi Bashars al-Assad Sýrlandsforseta yfir uppreisnarmenn og almenna borgara. Meðal annars var ráðist á bæinn Douma þar sem að minnsta kosti 46 fórust. Að minnsta kosti 403 hafa farist í þessari hrinu árásanna sem hófst á sunnudag og var tæplega helmingur á barnsaldri að því er bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights greina frá. Aukinn þungi færðist í árásir stjórnarhersins og annarra bandamanna Assads á Austur-Ghouta á sunnudag en svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og umkringt landsvæðum undir yfirráðum ríkisstjórnarinnar. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta og líða þeir mikinn skort. Í árásum undanfarinna daga hafa sprengjur til að mynda hæft á annan tug sjúkrahúsa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær og ræddi drög að ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vassily Alekseevich Nebenzia, fulltrúi Rússa í ráðinu, sagði á fundinum að ekki væri hægt að samþykkja drögin óbreytt.Sjá einnig: Unicef orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Drögin gera ráð fyrir vopnahléi þremur sólarhringum eftir samþykkt og að það myndi ekki ná til ISIS, al-Kaída og al-Nusra. Rússar, helstu bandamenn Assad, vilja hins vegar að það nái ekki heldur til Tahrir al-Sham, hreyfingar með tengsl við al-Kaída sem fyrirfinnst í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta telst nú þegar átakalaust svæði með þessari sömu undantekningu og Rússar krefjast. Þrátt fyrir það hafa Assad-liðar almennra borgara í Austur-Ghouta og segja uppreisnarmenn að Assad-liðar noti undantekninguna sem afsökun fyrir frekari árásum. Stríðið er þó víðar en í Austur-Ghouta þótt árásahrinan á íbúa héraðsins sé á meðal þeirra verstu í sjö ára sögu styrjaldarinnar. BBC birti í gær greiningu á stríðandi fylkingum á svæðinu og kemur þar fram að ríki sem liggja að Sýrlandi óttist sum mjög að dragast inn í stríðið. Í viðtali við miðilinn sagði Abbas Aragchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, að óttinn við að enn stærra stríð brjótist út sé allsráðandi í þessum heimshluta.Bandaríkin enn örlítið á hliðarlínunni Íranar og Rússar eru þau tvö utanaðkomandi ríki sem hafa einna mest bein afskipti af gangi mála í Sýrlandi. Bæði ríkin styðja ríkisstjórn Assads og hafa sent hermenn til að berjast í átökunum. Íranar og Rússar hafa með þátttöku sinni aukið umsvif sín á sviði heimsstjórnmálanna allverulega. Til samanburðar hafa Bandaríkjamenn enn sem komið er ekki skorist í leikinn að fullu og sagði blaðamaður BBC að því hefðu þeir ekki náð að hafa teljandi áhrif á gang mála. Líkt og venjulega þegar Íranar taka þátt í átökum með beinum eða óbeinum hætti eru Sádi-Arabar á hinum endanum. Þeir styðja uppreisnarhreyfinguna og er um að ræða enn eitt leppstríðið í köldu stríði ríkjanna. Þau eiga eða hafa einnig átt í leppstríðum í Jemen, Barein, Írak, Afganistan, Pakistan, Katar og Líbanon. Með innrás sinni í Afrin-hérað Sýrlands fyrr á árinu hefur þátttaka Tyrkja aukist til muna. Þar leitast þeir við að hrekja sveitir sýrlenskra Kúrda á brott úr héraðinu. Bandaríkjamenn standa þó með Kúrdum og eru deilurnar flóknar því allir aðilar eru samherjar í baráttunni gegn ISIS og Bandaríkjamenn og Tyrkir eru í þokkabót samherjar í Atlantshafsbandalaginu. Til þess að bæta stöðu sína hafa Kúrdar svo beðið stjórnarherinn um aðstoð en Kúrdar hafa hingað til verið mótherjar Assad-liða. Birtist í Fréttablaðinu Katar Sýrland Tengdar fréttir Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Loftárásir á Austur-Ghouta í Sýrlandi héldu áfram í gær og rigndi sprengjum úr flugvélum hermanna á bandi Bashars al-Assad Sýrlandsforseta yfir uppreisnarmenn og almenna borgara. Meðal annars var ráðist á bæinn Douma þar sem að minnsta kosti 46 fórust. Að minnsta kosti 403 hafa farist í þessari hrinu árásanna sem hófst á sunnudag og var tæplega helmingur á barnsaldri að því er bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights greina frá. Aukinn þungi færðist í árásir stjórnarhersins og annarra bandamanna Assads á Austur-Ghouta á sunnudag en svæðið er síðasta stóra vígi uppreisnarmanna nærri höfuðborginni Damaskus og umkringt landsvæðum undir yfirráðum ríkisstjórnarinnar. Eru því um 400.000 almennir borgarar innlyksa í Austur-Ghouta og líða þeir mikinn skort. Í árásum undanfarinna daga hafa sprengjur til að mynda hæft á annan tug sjúkrahúsa. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gær og ræddi drög að ályktun um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Vassily Alekseevich Nebenzia, fulltrúi Rússa í ráðinu, sagði á fundinum að ekki væri hægt að samþykkja drögin óbreytt.Sjá einnig: Unicef orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Drögin gera ráð fyrir vopnahléi þremur sólarhringum eftir samþykkt og að það myndi ekki ná til ISIS, al-Kaída og al-Nusra. Rússar, helstu bandamenn Assad, vilja hins vegar að það nái ekki heldur til Tahrir al-Sham, hreyfingar með tengsl við al-Kaída sem fyrirfinnst í Austur-Ghouta. Austur-Ghouta telst nú þegar átakalaust svæði með þessari sömu undantekningu og Rússar krefjast. Þrátt fyrir það hafa Assad-liðar almennra borgara í Austur-Ghouta og segja uppreisnarmenn að Assad-liðar noti undantekninguna sem afsökun fyrir frekari árásum. Stríðið er þó víðar en í Austur-Ghouta þótt árásahrinan á íbúa héraðsins sé á meðal þeirra verstu í sjö ára sögu styrjaldarinnar. BBC birti í gær greiningu á stríðandi fylkingum á svæðinu og kemur þar fram að ríki sem liggja að Sýrlandi óttist sum mjög að dragast inn í stríðið. Í viðtali við miðilinn sagði Abbas Aragchi, aðstoðarutanríkisráðherra Írans, að óttinn við að enn stærra stríð brjótist út sé allsráðandi í þessum heimshluta.Bandaríkin enn örlítið á hliðarlínunni Íranar og Rússar eru þau tvö utanaðkomandi ríki sem hafa einna mest bein afskipti af gangi mála í Sýrlandi. Bæði ríkin styðja ríkisstjórn Assads og hafa sent hermenn til að berjast í átökunum. Íranar og Rússar hafa með þátttöku sinni aukið umsvif sín á sviði heimsstjórnmálanna allverulega. Til samanburðar hafa Bandaríkjamenn enn sem komið er ekki skorist í leikinn að fullu og sagði blaðamaður BBC að því hefðu þeir ekki náð að hafa teljandi áhrif á gang mála. Líkt og venjulega þegar Íranar taka þátt í átökum með beinum eða óbeinum hætti eru Sádi-Arabar á hinum endanum. Þeir styðja uppreisnarhreyfinguna og er um að ræða enn eitt leppstríðið í köldu stríði ríkjanna. Þau eiga eða hafa einnig átt í leppstríðum í Jemen, Barein, Írak, Afganistan, Pakistan, Katar og Líbanon. Með innrás sinni í Afrin-hérað Sýrlands fyrr á árinu hefur þátttaka Tyrkja aukist til muna. Þar leitast þeir við að hrekja sveitir sýrlenskra Kúrda á brott úr héraðinu. Bandaríkjamenn standa þó með Kúrdum og eru deilurnar flóknar því allir aðilar eru samherjar í baráttunni gegn ISIS og Bandaríkjamenn og Tyrkir eru í þokkabót samherjar í Atlantshafsbandalaginu. Til þess að bæta stöðu sína hafa Kúrdar svo beðið stjórnarherinn um aðstoð en Kúrdar hafa hingað til verið mótherjar Assad-liða.
Birtist í Fréttablaðinu Katar Sýrland Tengdar fréttir Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27 UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00 Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Sjá meira
Talið að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers á tveimur dögum Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights telja að allt að 250 manns hafi látist í loftárásum Sýrlandshers sem gerðar hafa verið á Austur-Ghouta í Sýrlandi síðustu tvo daga. 20. febrúar 2018 23:27
UNICEF orðlaus yfir blóðbaðinu í Sýrlandi Sprengjuárásir á Austur-Ghouta halda áfram. Mánudagurinn einn sá versti í mörg ár. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á engin orð til að lýsa hryllingnum og spyr hvort hinir seku eigi einhver orð til að réttlæta villimennskuna. 21. febrúar 2018 08:00
Bíða dauðans í stanslausu sprengjuregni Sprengjur falla á íbúa Austur-Ghouta í Sýrlandi á tíu mínútna fresti. Hundruð hafa farist undanfarna daga. Árásir fylgismanna Sýrlandsforseta héldu áfram í dag og felldu að minnsta kosti fimm. 22. febrúar 2018 08:00