Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 19:00 Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42