Aðalspæjari Lagerbäcks benti Trelleborg á Óttar Magnús Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 16:45 Óttar Magnús mættur í búning Trelleborg. twitter Roland Andersson, fyrrverandi aðalnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta, er maðurinn sem benti sænska úrvalsdeildarliðinu Trelleborg á íslenska landsliðsmanninn Óttar Magnús Karlsson. Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen en Trelleborg þurfti sárlega á öflugum framherja að halda þegar að markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, Salif Camara-Jönsson, meiddist. Patrick Winqvist, þjálfari Trelleborgar, hringdi í Roland Andersson og bað hann um að benda sér á leikmenn en sá sænski lét þjálfarann vita að Óttar gæti verið laus frá Molde í Noregi. Óttar var seldur til Molde eftir að slá í gegn í Pepsi-deildinni sumarið 2016 þegar að hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann náði ekki að festa sér sæti í byrjunarliði Molde og kom heim síðasta sumar til að ná áttum. „Roland hefur séð leikmanninn og komst að ýmsu fyrir okkur. Við erum vissir um að þetta sé það rétta í stöðunni. Ég þekki Roland frá dögum mínum hjá Malmö og ég treysti fótboltavisku hans,“ segir Patrick Winqvist. Óttar Magnús skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í janúar á móti Indónesíu og fær nú vonandi að spila reglulega í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Trelleborg hefur leik gegn stórliði IFK Gautaborgar 1. apríl. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Roland Andersson, fyrrverandi aðalnjósnari íslenska landsliðsins í fótbolta, er maðurinn sem benti sænska úrvalsdeildarliðinu Trelleborg á íslenska landsliðsmanninn Óttar Magnús Karlsson. Þetta kemur fram á vef sænska blaðsins Expressen en Trelleborg þurfti sárlega á öflugum framherja að halda þegar að markahæsti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð, Salif Camara-Jönsson, meiddist. Patrick Winqvist, þjálfari Trelleborgar, hringdi í Roland Andersson og bað hann um að benda sér á leikmenn en sá sænski lét þjálfarann vita að Óttar gæti verið laus frá Molde í Noregi. Óttar var seldur til Molde eftir að slá í gegn í Pepsi-deildinni sumarið 2016 þegar að hann skoraði sjö mörk í 20 leikjum og var kjörinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Hann náði ekki að festa sér sæti í byrjunarliði Molde og kom heim síðasta sumar til að ná áttum. „Roland hefur séð leikmanninn og komst að ýmsu fyrir okkur. Við erum vissir um að þetta sé það rétta í stöðunni. Ég þekki Roland frá dögum mínum hjá Malmö og ég treysti fótboltavisku hans,“ segir Patrick Winqvist. Óttar Magnús skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í janúar á móti Indónesíu og fær nú vonandi að spila reglulega í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Trelleborg hefur leik gegn stórliði IFK Gautaborgar 1. apríl.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira