Hafna kröfu um að lækka hús á Edenreit enn frekar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Edenreiturinn hefur staðið auður frá því að söluskálinn brann sumarið 2011. Gróðurhúsin aftan við standa á Þelamörk 52-54. VísirPjetur Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Eigandi lóðarinnar Þelamerkur 52-54, Lars David Nielsen, krefst þess að Hveragerðisbær annaðhvort lækki fyrirhuguð hús á svokölluðum Edendreit niður í eina hæð eða kaupi af honum hans eign á fullu verði. Bæjarráð hafnar kröfunum. Eins og áður hefur komið fram eru gróðurhús og garðplöntusala rekin á Þelamörk 52-54 sem er norðan við Edenreitinn. „Ljóst er að ef fjöleignarhús á tveimur hæðum verði byggt við lóðamörkin nokkrum metrum frá gróðurhúsunum verði skuggavarp yfir gróðurhúsin nánast út allt árið,“ segir í bréfi til bæjaryfirvalda frá lögmanni Lars sem vísar til matsgerðar Ráðgjafarstöðvar landbúnaðarins. Lögmaðurinn segir augljóst að fyrirhugaðar byggingar muni valda Lars gríðarlegu tjóni. „Framkvæmdirnar myndu nánast eyðileggja framtíðarmöguleika lóðar hans og því er grenndarréttur ekki virtur,“ er fullyrt í bréfinu. Bæjarráð segist nú þegar hafa komið til móts við fyrri athugasemdir Lars með lækkun húsa úr þremur hæðum í tvær og úr tveimur hæðum í eina. „Með því er talið að skuggavarp á nærliggjandi lóðir verði óverulegt og hafi lítil áhrif á rekstur,“ bókar bæjarráðið. Vitnað er til þess að í greinargerð með deiliskipulagi Edenreitsins komi fram að skuggavarp sé óverulegt nema í mars klukkan 17.00 og að skuggavarp í júní sé vart sjáanlegt. Lögmaður Lars segir hins vegar í bréfinu að bærinn hafi ekki kannað skuggavarpið sérstaklega. „Virðist sem bærinn fullyrði út í loftið hvað það varðar,“ segir hann. Bæjarráðið bendir á að skipulag hafi verið samþykkt og framkvæmdir séu við það að hefjast. „Bæjarráð telur ekki að bygging tveggja hæða húsa sem eru sambærileg að hæð við önnur hús í hverfinu hafi skaðleg áhrif á rekstur stöðvarinnar og að sambýli atvinnurekstrar og íbúða geti verið áfram eins og verið hefur.“ Kæru Lars vegna málsins var vísað frá úrkurðarnefnd umhverfis- og auðlindmála þar sem kærufresturinn var úti.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira