Leika sónötur í rómantískum stíl og líka falleg sönglög Liszts Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Edda og Bryndís Halla tóku smá hlé frá spilamennskunni. Vísir/anton Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sónötur og ljóðræn smálög munu hljóma í Kaldalóni, Hörpu á morgun, sunnudag. Á tónleikum sem hefjast klukkan 17 flytja þær Bryndís Halla Gylfadóttir og Edda Erlendsdóttir verk fyrir selló og píanó eftir Liszt, Bridge og Brahms. Þegar ég hringi í Eddu segir hún þær akkúrat í þögn í miðri æfingu á einni af sónötu Bridge! Spurð hvort þær kunni þetta ekki allt svarar hún glaðlega: „Það er aldrei góðs viti að þykjast of öruggur en við erum búnar að vinna mjög vel síðan ég kom heim og vorum búnar að taka skorpu fyrr í vetur. Við erum samtaka í að vilja vinna svona verkefni á löngum tíma. Edda segir tónlistina sem þær eru að æfa ótrúlega fallega. „Sónatan eftir Frank Bridge er samin 1919 í mjög rómantískum stíl og undir áhrifum frá Brahms og Rachmaninoff. Svo eru sönglög sem Liszt útsetti sjálfur fyrir píanó og selló. Þau eru ekkert oft flutt en hann skrifaði mörg falleg sönglög.“ En það er enginn að syngja með ykkur, eða hvað? „Nei, það er sellóið sem syngur og ég reyni að vera auðmjúkur meðleikari,“ segir Edda. „Svo er Brahms-sónata eftir hlé. Hún fær að standa alveg sér og ein.“ Edda hefur búið yfir 40 ár í París. Kennt við tónlistarháskólana í Lyon og Versölum og spilað mikið í Frakklandi og víðar í Evrópu. En nú kveðst hún tekin að flakka milli Íslands og meginlandsins. „Þegar ég fór á eftirlaun úti kom upp í hendur mínar spennandi starf sem gestakennari við Listaháskólann hér og svo fleiri verkefni í framhaldinu. Nú er ég að kenna masterklassnemendum í Tónlistarskóla Kópavogs og Nýja tónlistarskólanum, vinna með ungum söngvurum og við Bryndís Halla ætlum að halda þrenna tónleika úti á landi. Nú er vor hér en snjór og kuldi í París og maðurinn minn á leiðinni hingað.“ Tónleikarnir í Kaldalóni tilheyra tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar í Hörpu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira