Útlitið alltaf svartara og svartara hjá Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2018 14:00 Neymar. Vísir/Getty Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira
Nú er HM í Rússlandi líka í smá hættu hjá Neymar eftir að viðtal birtist við lækni brasilíska landsliðsins. Það má nú lítið klikka í endurhæfingunni hjá honum ef hann ætlar að ná sér alveg góðum fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Brasilíski knattspyrnumaðurinn gæti verið frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Paris Saint Germain og Marseille á sunnudagskvöldið. Neymar var borinn af velli og hefur síðan verið skoðaður í bak og fyrir. Fyrst héldu einhverjir að hann gæti náð seinni leiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni en svo var ákveðið að senda hann í aðgerð. Neymar flaug til Rio de Janeiro frá París en hann fer í aðgerðina í Brasilíu á laugardaginn. Rodrigo Lasmar, læknir brasilíska landsliðsins, hefur tjáð sig um meiðsli Neymar. „Fimmta framristarbeinið brotnaði hjá honum og það er mikilvægur hluti af fætinum. Aðgerðin verður í Belo Horizonte á laugardagsmorguninn og endurhæfingin mun taka tvo og hálfan mánuð til þrjá mánuði,“ sagði Rodrigo Lasmar í viðtali við O Globo.Neymar chega ao Brasil para cirurgia, que acontecerá no sábado https://t.co/E1pZOkK9Z9pic.twitter.com/QIkrci7tVa — O Globo_Esportes (@OGlobo_Esportes) March 1, 2018 Neymar hjálpar því ekki Parísarliðinu að vinna Meistaradeildina í vor en ein aðalástæðan fyrir því að hann var keyptur var til að hjálpa PSG að komast loksins alla leið í henni. „Neymar er leiður yfir þessu en gerir sér grein fyrir því að það er ekkert annað í boði fyrir hann. Hann mun leggja sig allan fram við að koma til baka eins fljótt og mögulegt er. Við munum gera okkar besta við að aðstoða hann í því,“ sagði Rodrigo Lasmar.Neymar será operado no fim de semana, informa PSG https://t.co/19C11ScnLepic.twitter.com/YnxBU74LQj — Jornal O Globo (@JornalOGlobo) March 1, 2018 Neymar missir nær örugglega af restinni af tímabilinu hjá Paris Saint Germain en ætti að ná fyrsta leik á HM í Rússlandi. Fyrsti leikur Brasilíu er á móti Sviss 17. júní eða eftir 108 daga.#UPDATE Brazilian superstar Neymar arrives in Rio de Janeiro ahead of an operation on his fractured foot that will rule him out for up to three months https://t.co/sp4Euh2Yfbpic.twitter.com/QP1mipnD7h — AFP news agency (@AFP) March 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin Sjá meira