Kalla eftir undirbúningi fyrir viðræður Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2018 15:28 Kim Jong-un heilsar þjóðaröryggisráðgjafa Suður-Kóreu í byrjun mánaðarins. Vísir/AFP Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stinga upp á funi við embættismenn Norður-Kóreu sem halda á seinna í mánuðinum svo hægt verði að undirbúa fund á milli Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem á að fara fram við landamæri ríkjanna í næsta mánuði. Þetta verður í þriðja sinn sem leiðtogar ríkjanna mætast. Það gerðist síðast árið 2007 og þar áður árið 2000. Fyrri fundirnir tveir hafa farið fram í Pyongyang en að þessu sinni verður fundurinn haldin sunnan við landamærin í þorpinu Panmunjom. Það var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna og er umkringt jarðsprengjum og girðingum. Hermenn ríkjanna standa þar andspænis hvorum öðrum við landamærin.Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Kang Kyung-wha, fór til Bandaríkjanna í gær þar sem hún og aðrir erindrekar hafa rætt við bandaríska embættismenn um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim sem áætlað er að fari fram í lok maí. Báðir fundirnir munu að mestu leyti snúast um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu. Kang ræddi við bandaríska þingmenn í gær og samkvæmt Yonhap sögðust þeir bæði hafa áhyggjur og vera vongóðir vegna fundar Trump og Kim.Í dag mun hún funda með John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem tekið hefur við ráðuneytinu eftir að Trump rak Rex Tillerson. Einnig er mögulegt að hún muni funda með Mike Pompeo, yfirmanni CIA, sem Trump hefur varið til að taka við af Tillerson. Hann hefur þó ekki verið staðfestur í embættið af öldungadeild Bandaríkjaþings. Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49 Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Yfirvöld Suður-Kóreu ætla að stinga upp á funi við embættismenn Norður-Kóreu sem halda á seinna í mánuðinum svo hægt verði að undirbúa fund á milli Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, sem á að fara fram við landamæri ríkjanna í næsta mánuði. Þetta verður í þriðja sinn sem leiðtogar ríkjanna mætast. Það gerðist síðast árið 2007 og þar áður árið 2000. Fyrri fundirnir tveir hafa farið fram í Pyongyang en að þessu sinni verður fundurinn haldin sunnan við landamærin í þorpinu Panmunjom. Það var eitt sinn lítið landbúnaðarþorp en það er nú inn á miðju landamærasvæði ríkjanna og er umkringt jarðsprengjum og girðingum. Hermenn ríkjanna standa þar andspænis hvorum öðrum við landamærin.Utanríkisráðherra Suður-Kóreu, Kang Kyung-wha, fór til Bandaríkjanna í gær þar sem hún og aðrir erindrekar hafa rætt við bandaríska embættismenn um fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim sem áætlað er að fari fram í lok maí. Báðir fundirnir munu að mestu leyti snúast um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun Norður-Kóreu. Kang ræddi við bandaríska þingmenn í gær og samkvæmt Yonhap sögðust þeir bæði hafa áhyggjur og vera vongóðir vegna fundar Trump og Kim.Í dag mun hún funda með John Sullivan, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem tekið hefur við ráðuneytinu eftir að Trump rak Rex Tillerson. Einnig er mögulegt að hún muni funda með Mike Pompeo, yfirmanni CIA, sem Trump hefur varið til að taka við af Tillerson. Hann hefur þó ekki verið staðfestur í embættið af öldungadeild Bandaríkjaþings.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00 Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34 Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49 Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Þvingunum ekki hætt fyrir fundinn með Kim Væntanlegur fundur Kim Jong-un og Donalds Trump ekki tilefni til að slaka á þvingunaraðgerðum. Kim-stjórnin þarf hins vegar að hætta tilraunum í aðdraganda fundar. Demókratar efins um ágæti þess að funda með Kim. 12. mars 2018 07:00
Engin svör borist frá Norður-Kóreu vegna fundarins með Trump Yfirvöld í Suður-Kóreu segja að þeim hafi ekki borist nein svör frá yfirvöldum í Norður-Kóreu vegna fyrirhugaðs funds leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un, með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. 12. mars 2018 08:34
Utanríkisráðherra Norður-Kóreu í Svíþjóð Svíþjóð er eitt af fáum vestrænum ríkjum sem er með sendiráð í Norður-Kóreu og sinna þeir meðal annars störfum fyrir Bandaríkin í gegnum sendiráð sitt. 15. mars 2018 11:49
Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 23:30