Reykjavíkurborg vill efla atvinnutengt nám Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Davíð Thor Morgan vinnur einu sinni i viku í Bauhaus. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar vinnur nú að áformum með þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um að fjölga börnum í verkefninu Atvinnutengt nám. Verkefnið er unnið í samvinnu þessara tveggja aðila. Það er ætlað nemendum í 9. og 10 bekk grunnskóla í Reykjavík, sem vegna sértækra örðugleika, annarra en fötlunar, hafa dregist verulega aftur úr námi og/eða eiga við félags- og tilfinningalega örðugleika að stríða sem valda þeim verulegri vanlíðan í grunnskóla. Markmiðið er að bæta líðan nemenda og styrkja sjálfsmynd þeirra. Nemendurnir hafa verið að aðstoða við verslunarstörf, störf í eldhúsum veitingahúsa og hótela, í byggingavinnu og fleiru. Eru þau þá einn dag í viku í fjóra tíma í senn á vinnustað í stað þess að vera í skóla. Skóla- og frístundasvið fær tiltekna fjárveitingu í þetta verkefni. Fjármagnið fer í að greiða starfsmanni í þjónustumiðstöðinni í Árbæ fyrir að sinna verkefninu og greiða laun krakkanna, en þau fá greiddan vinnuskólataxta. „Við erum í samstarfi við þjónustumiðstöðina í Árbæ um að fjölga nemendum í úrræðinu, en gera eins litla hækkun á stöðuhlutfallinu og hægt er þannig að við getum látið peningana sem mest fara til barnanna en minna í annað,“ segir Helgi Grímsson, framkvæmdastjóri skóla- og fræðslusviðs Reykjavíkurborgar. „Ég veit ekkert nákvæmlega hvar þetta endar, en það er verið að vinna í því að efla úrræðið af því að við vitum að þetta svínvirkar og það skiptir mjög miklu máli að hafa úrræði og við getum þá gripið börnin, haldið þeim virkum og gefið þeim leið inn í framtíðina. Það er alveg lykilatriði,“ segir Helgi Í umfjöllun Fréttablaðsins um atvinnutengt nám kom fram að á yfirstandandi skólavetri eru 85 nemendur í atvinnutengdu námi. Fjölgaði þeim um 13 frá fyrri vetri. Verkefnastjórinn, Arna Hrönn Aradóttir, segir að eftirspurn eftir þátttöku í verkefninu sé mjög mikil. Hún hefur þess vegna lagt áherslu á að það sé mjög mikilvægt að atvinnurekendur sýni því áhuga og séu fúsir til að taka nemendur að sér.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira