Iðnaðarsvæði breytist í 2.300 íbúða hverfi Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. mars 2018 21:45 Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS. Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Hafnarfjarðarbær mun taka stórfelldum breytingum á næstu árum þegar stórt iðnaðarsvæði víkur fyrir blandaðri íbúðabyggð fyrir um sex þúsund manns. Formaður skipulagsráðs á von á að uppbygging geti hafist strax á næsta ári. Áformin voru kynnt Hafnfirðingum á fundi í Bæjarbíói í kvöld. Hverfið er afar víðfemt, en það nær allt frá Valitor húsinu suður að Flatahrauni, frá Fjarðarhrauni í austri og að Reykjavíkurvegi í vestri og er í heild sinni á stærð við Arnarnes. Þar sem í dag eru verkstæði, rútubílastæði og leigubílastöðvar er hugmyndin að verði blönduð byggð verslana, veitingastaða, íbúða, grænna svæða, skólar og leikskólar. „Þetta er gamalt hverfi og kannski nýtist ekki eins og upphaflega var hugsað. Auk þess eru húsin mörg hver orðin gömul,“ segir Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar.Nokkuð jöfn dreifing milli íbúða og þjónustu Hugmyndin er rífa talsverðan hluta þess húsnæðis sem nú er á svæðinu, nýrri skrifstofu- og verslunarhús á jaðrinum fái að halda sér. Húsin verða allt frá tveimur hæðum og upp í sjö, og skiptast í um 40% skrifstofur og þjónustu og 60% íbúðir. En vilja Hafnfirðingar sem hafa sjálfir valið að búa í úthverfi, endilega þétta byggð? „Já við viljum hafa báða möguleika, við viljum hafa hverfi þar sem hægt er að ganga á milli, með börnin í leikskólann og tómstundir og þar sem stutt er í alla þjónustu og almenningssamgöngur. Við viljum hafa þessa valkosti,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Svæðið er kallað 5 mínútna hverfið, þar sem hægt verður að sækja alla þjónustu innan fimm mínútna. Hins vegar liggur fyrir að semja þarf við fjölbreyttan hóp eigenda lóða og húsnæðis til að ryðja fyrir hinni nýju byggð. „Það samtal fer vel af stað og er sannarlega hafið. Þetta verður gert í sátt og samlyndi við þá lóðarhafa sem eru þegar á staðnum, en það verður miserfitt. Það er ljóst,“ segir Rósa. Þannig bendir Rósa á að einn aðili eigi þegar talsverðan hluta svæðisins næst miðbæ Hafnarfjarðar og væri því hægt að hefja framkvæmdir strax á næsta ári. Í heildina er hins vegar stefnt á að alls verði um 2300 íbúðir á svæðinu, sem verði vel tengdar fyrirhugaðri borgarlínu. En hvenær má eiga von á að ásýndin breytist tilfinnanlega? „Ef ég á að vera raunsær myndi ég giska á 15-20 ár frá því byrjað er og þar til hverfið er fullbúið,“ segir Ólafur Ingi.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Myndefni af fyrirhuguðum breytingum er fengið frá Teiknistofu arkitekta og KRADS.
Skipulag Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira