Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. mars 2018 06:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sakaði Rússa í upphafi vikunnar um að hafa komið að árásinni. VÍSIR/AFP Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018 Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. Þetta kom fram í tísti frá rússneska sendiráðinu í Bretlandi í gær. Bretar höfðu gefið Rússum frest til dagsloka í gær til að gefa trúverðugar skýringar á því að eitrið fannst í breska bænum Salisbury fyrir tíu dögum. Atvikið beindist að rússneskum gagnnjósnara á eftirlaunum, Sergei Skripal, og dóttur hans. Engar útskýringar frá Rússum lágu fyrir er Fréttablaðið fór í prentun. Breska þingið ræðir málið í dag. „Án [könnunar Rússa á efninu] er ekkert vit í staðhæfingum frá London. Atvikið virðist vera enn önnur óheiðarleg tilraun af hálfu breskra yfirvalda til að varpa rýrð á Rússland,“ segir í öðru tísti sendiráðsins. Í gær sagði Amber Rudd, innanríkisráðherra Breta, að fjórtán dauðsföll á breskri grund verði rannsökuð á nýjan leik vegna mögulegra tengsla við Rússland. Ákvörðunin var tekin eftir að fréttastofa BuzzFeed gerði opinbera tveggja ára rannsóknarvinnu sem tengdi yfirvöld í Rússlandi við dauðsföllin. Í fyrrakvöld fannst Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu. Hann var vinur Boris Berezovsky, stjórnarandstæðings og auðjöfurs. Andlát Berezovsky er eitt af málunum fjórtán sem verða rannsökuð á nýjan leik. Ekki liggur fyrir hvort mál Glushkov og Skripal tengjast.3/7 Moscow will not respond to London's ultimatum until it receives samples of the chemical substance to which the UK investigators are referring. pic.twitter.com/B5CNtimcc3— Russian Embassy, UK (@RussianEmbassy) March 13, 2018
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Bretar sagðir íhuga að hefta aðgengi rússneskra auðkýfinga að „Londongrad“ Bresk yfirvöld velta fyrir sér aðgerðum eftir að eitrað var fyrir fyrrverandi njósnara. 13. mars 2018 22:38