Yfirmaður fimleikalæknisins ákærður fyrir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 08:32 Strampel er meðal annars sakaður um að hafa þuklað á rassi tveggja nemenda, beðið um nektarmyndir af konum og haft uppi afar óviðeigandi ummæli við nokkrar stúlkur. Vísir/AFP Deildarforseti hjá Ríkisháskóla Michigan í Bandaríkjunum sem var yfirmaður Larrys Nassar, fyrrverandi læknis fimleikaliðs Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og vörslu nektarmynda af nemendum. William Strampel er einnig sakaður um að hafa ekki haft viðunandi eftirlit með störfum Nassar þrátt fyrir kvartanir um hegðun hans. Nassar er talinn hafa misnotað 265 stúlkur, þar á meðal landsliðskonur Bandaríkjanna í fimleikum, og hefur verið dæmdur í meira 300 ára fangelsi. Dómsmálaráðherra Michigan hóf rannsókn á því hvernig Nassar komst upp með brot sín svo lengi í janúar. Hann vann sem læknir á stofu á háskólasvæðinu og áttu mörg brot hans sér stað þar. Strampel var yfirmaður hans þar. Á tölvu Strampel fundust klámfengnar myndir. Margar þeirra reyndust vera af stúlkum sem stunduðu nám við Ríkisháskóla Michigan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá fannst myndband af Nassar að misnota unga konu. Strampel hætti störfum við lok síðasta árs. Ástæðan þá var sögð læknisfræðileg. Hann var þó áfram á launum hjá háskólum þar til hann var rekinn í febrúar. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði ekki fylgst með Nassar eftir kvörtun gegn lækninum árið 2014. Strampel leyfði Nassar að starfa áfram á meðan rannsókn var í gangi á framferði hans. Á þeim tíma áreitti Nassar nokkrar stúlkur til viðbótar. Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Deildarforseti hjá Ríkisháskóla Michigan í Bandaríkjunum sem var yfirmaður Larrys Nassar, fyrrverandi læknis fimleikaliðs Bandaríkjanna, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot og vörslu nektarmynda af nemendum. William Strampel er einnig sakaður um að hafa ekki haft viðunandi eftirlit með störfum Nassar þrátt fyrir kvartanir um hegðun hans. Nassar er talinn hafa misnotað 265 stúlkur, þar á meðal landsliðskonur Bandaríkjanna í fimleikum, og hefur verið dæmdur í meira 300 ára fangelsi. Dómsmálaráðherra Michigan hóf rannsókn á því hvernig Nassar komst upp með brot sín svo lengi í janúar. Hann vann sem læknir á stofu á háskólasvæðinu og áttu mörg brot hans sér stað þar. Strampel var yfirmaður hans þar. Á tölvu Strampel fundust klámfengnar myndir. Margar þeirra reyndust vera af stúlkum sem stunduðu nám við Ríkisháskóla Michigan, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þá fannst myndband af Nassar að misnota unga konu. Strampel hætti störfum við lok síðasta árs. Ástæðan þá var sögð læknisfræðileg. Hann var þó áfram á launum hjá háskólum þar til hann var rekinn í febrúar. Þá höfðu komið fram ásakanir um að hann hefði ekki fylgst með Nassar eftir kvörtun gegn lækninum árið 2014. Strampel leyfði Nassar að starfa áfram á meðan rannsókn var í gangi á framferði hans. Á þeim tíma áreitti Nassar nokkrar stúlkur til viðbótar.
Kynferðisbrot Larry Nassar Tengdar fréttir Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53 Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43 Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00 Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Árum Nassar á bak við lás og slá fjölgar Þetta er þriðji dómurinn sem fellur yfir Nassar og hefur hann nú alls verið dæmdur til minnst 300 ára fangelsisvistar. 5. febrúar 2018 17:53
Faðir einnar stelpunnar reyndi að ráðast á Nassar | Myndband Það varð uppi fótur og fit í réttarsalnum hjá Larry Nassar í dag þegar faðir eins fórnarlambsins reyndi að ráðast á lækninn. 2. febrúar 2018 14:43
Nassar misnotaði 40 stelpur eftir að FBI fékk að vita af ásökunum New York Times birti um helgina ítarlega grein þar sem farið var yfir mál kynferðisbrotamannsins og læknisins Larry Nassar. Það koma ýmislegt í ljós þegar blaðamenn New York Times settu upp allar upplýsingar sínar um málið inn á tímalínu. 5. febrúar 2018 08:00
Talið að Nassar hafi misnotað allt að 265 stúlkur Réttarhöld yfir Larry Nassar halda áfram. 31. janúar 2018 17:41