Vettel vann fyrstu keppni ársins Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2018 09:00 Sebastian Vettel fagnar. vísir/getty Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“ Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það var Sebastian Vettel hjá Ferrari sem stóð uppi sem sigurvegari í ástralska kappakstrinum eftir harða keppni við Lewis Hamilton. Þetta var fyrsta keppni nýs tímabils í Formúlu 1. Lewis Hamilton var með forystuna í kappakstrinum í upphafi en það breyttist þá á 24. hring er Romain Grosjean, ökumaður Haas, þurfti að stöðva á miðri braut. Þetta gerði það að verkum að það hægðist verulega á keppninni og Vettel nýtti sér þetta tækifæri til þess að nota fyrra þjónustuhlé sitt og taka fram úr Lewis Hamilton. Þjóðverjinn hélt forystunni allt til loka. Kappaksturinn endaði því þannig að Vettel tók fyrsta sætið, Hamilton annað sætið og Kimi Raikkonen, félagi Vettel hjá Ferrari, endaði í þriðja sæti. Lewis Hamilton var ekki sáttur eftir keppnina en hann spurði starfslið sitt hvort hann hafi gert eitthvað rangt. „Ég skil ekki hvað gerðist. Ég gerði allt sem ég átti að gera. Ég hélt að ég væri í góðum málum þar til á lokastundu,“ sagði Hamilton. „Ég ætlaði mér að ná honum og ég reyndi það en ég áttaði mig síðan á því að ég varð að taka skynsamlega ákvörðun. Heildarkeppnin er ekki unnin í einum kappakstri.“
Formúla Tengdar fréttir Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hamilton verður á ráspól Lewis Hamilton, ökukappi Mercedes, verður á ráspól í ástralska kappakstrinum fimmta árið í röð eftir að hann átti besta tímann af öllum í tímatökunni í nótt. 24. mars 2018 08:00