Ljósmæður í tvenns konar kjarabaráttu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun. Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Ljósmæður telja sig hafa dregist verulega aftur úr í almennri launaþróun og krefjast leiðréttingar. Í baráttu sinni hafa þær minnkað heimaþjónustu umtalsvert sem er farið að hafa áhrif á fæðingardeild Landspítalans. Ljósmæðrafélags Íslands boðaði í dag til samstöðufundar vegna kjaradeilunnar. Ljósmæður eiga í tvenns konar kjarabaráttu, annars vegar við ríkið um almenna launahækkun og hins vegar við Sjúkratryggingar Íslands um breytingar á rammasamningi vegna hækkunar á einingaverði vegna ljósmæðra sem sinna heimaþjónustu í sængurlegu. „Við erum sem sagt að reyna fá leiðréttingu á launum því við höfum dregist aftur úr miðað við aðrar stéttir og sérstaklega hjá BHM,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Í lok febrúar voru fjórtán aðildarfélög BHM búin að samþykkja nýgerða kjarasamninga við ríkið. Ósamið er við þrjú aðildarfélög, meðal annars ljósmæður, sem vísuðu kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, en þær hafa verið án samnings frá því í ágúst í fyrra. Ljósmæðrafélag Íslands boðaði til samstöðufundar fyrir utan hús Ríkissáttasemjara í dag, á sama tíma og fundur í kjaradeilunni hófst og tóku á móti fólki með táknrænum hætti. Þeim til stuðnings mættu mæður með börn sín sem ljósmæðurnar höfðu tekið á móti og þá var fjármálaráðherra afhent stuðningsyfirlýsing tæplega sex þúsund einstaklinga sem styðja ljósmæður í kjarabaráttu sinni. „Síðan við fengum síðast launahækkanir að þá hafa aðrir hækkað um 18 prósent, en við sitjum eftir,“ segir Steina Þórey.Hver eru laun ljósmæðra í dag? „Lægstu launin eru í kringum 430 þúsund krónur, eftir sex ára háskólanám, fyrir nýútskrifaða ljósmóður,“ segir Steina Þórey. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu voru meðallaun ljósmæðra á árinu 2016 rúmlega átta hundruð og fjórtán þúsund krónur. Í september í fyrra voru meðallaun ljósmæðra rúmar sjö hundruð fjörutíu og fimm þúsund krónur og í byrjun síðasta sumars rúmar níu hundruð þúsund krónur. Þarna er átt við heildarlaun með vaktaálagi og vinnu utan hefðbundinnar vinnuviku. Til að knýja á um breytingar á rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands hefur stór hluti ljósmæðra tekið þá ákvörðun um að taka ekki að sér heimaþjónustu á meðan Sjúkratryggingar sjá sér ekki fært að bjóða raunhæfa hækkun á einingaverði þjónustunnar. Það er nú þegar farið að hafa áhrif á sængurdeild Landspítalans. „Já það er farið að gera það, verulega. Það segir sig sjálft þegar þú ert með fulla deild að þetta kostar mun meira heldur en nokkurn tímann sú þjónusta sem við erum að veita, þannig að ég veit ekki hvernig þetta endar,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, ljósmóðir, sem tók þátt í samstöðufundinum í dag. Fundi Ljósmæðrafélagsins við ríkið lauk síðdegis og sagði Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins að eitthvað hefði þokast í viðræðum. Deiluaðilar hittast aftur hjá ríkissáttasemjara klukkan eitt á morgun.
Kjaramál Tengdar fréttir Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30 „Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Sjá meira
Stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Ljósmæður hafa verið samningslausar frá því í lok ágúst er úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Kom úrskurðurinn í kjölfar verkfalls sem ljósmæður fóru í vorið 2015. 15. mars 2018 15:30
„Við erum algjörlega ósammála“ Ljósmæðrafélag Íslands efndi til samstöðufundar fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara nú síðdegis en klukkan 14 hófst fundur í kjaradeilu félagsins og samninganefndar ríkisins. 21. mars 2018 14:34