Þjóðarsorg í Palestínu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. mars 2018 13:18 Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir. Vísir/AFP Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Palestínumenn hafa lýst yfir þjóðarsorg í dag í minningu þeirra sextán palestínumanna sem féllu í átökunum við landamæri Gaza-strandarinnar í gær. Þá hefur aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kallað eftir óháðri rannsókn vegna dauðsfallanna í blóðugum átökum við landamærin. Samkvæmt upplýsingum frá palestínskum yfirvöldum eru minnst 16 palestínumenn sagðir fallnir og fleiri hundruð særðir eftir átök við ísraelska hermenn.Mótmælin hófust í gær og hafa Palestínumenn boðað áframhaldandi mótmæli næstu sex vikur í tilefni af því að í ár eru 70 ár síðan Palestínumenn voru fyrst hraktir úr heimahögunum við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þúsundir taka þátt í mótmælunum en Palestínumenn kerfjast þess að fá að snúa aftur heim.Átökin í gær eru þau blóðugustu í deilunni milli Ísraels og Palestínu í síðan í Gazastríðinu árið 2014. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna fordæmdi ofbeldið í kjölfar neyðarfundar ráðsins í gær en óttast er að átökin fari versnandi næstu daga. Kallað hefur verið eftir því að börn og óbreyttir borgarar verði ekki gerð að skotmörkum átakanna og sjálfur hefur Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorað á hlutaðeigandi að halda aftur að átökum sem leitt geti til frekari dauðsfalla. Í skriflegri yfirlýsingu sem flutt var á fundi öryggisráðsins sakaði Danny Danon, sendiherra Ísraels gagnvart Sameinuðu þjóðunum, Hamas samtökin um að bera ábyrgð á átökunum, en samtökin hafa haft yfirráð á Gazaströndinni síðan 2007. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, segir aftur á móti ísraelsk yfirvöld bera fulla ábyrgð á átökunum og lýsti yfir þjóðarsorg í landinu í dag. Palestínskir mótmælendur hafa komið upp fimm mótmælabúðum nærri landamærunum við Gaza-ströndina, allt frá Beit Hanoun í norðri og að Rafah, nærri landamærunum við Egyptaland. Þá hefur ísraelski herinn tvöfaldað herafla sinn á svæðinu vegna mótmælanna.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Sjá meira
Fimm hafa fallið í mótmælaaðgerðum á Gasa-ströndinni Palestínumenn á Gasa-ströndinni hafa safnast saman á ísraelsku landamærunum til mótmæla flótta Palestínumanna frá landinu árið 1948. 30. mars 2018 12:14