Óábyrg í ljósi spádóma Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar. VÍSIR/VILHELM „Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
„Stutta útgáfan er í raun sú að þessi áætlun er algjörlega óraunhæf og óábyrg. Fjármáladraumsýn er í raun réttnefni á hana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þorsteinn segir að áætlunin geri ráð fyrir nær fordæmalausri útgjaldaaukningu á næstu fimm árum en samtímis séu kynntar fyrirhugaðar skattalækkanir. Allt of bratt sé farið í að auka útgjöld sé litið til teikna sem á lofti eru í hagkerfinu. „Áætlunin byggir á forsendum um hagvöxt sem eru í besta falli mjög bjartsýnar. Ef þær ganga eftir þá er um að ræða einstakan atburð í íslenskri hagsögu. Ríkisstjórnin er að tefla á tæpasta vað með loforðum um aukin útgjöld og skattalækkanir og í raun mun ríkissjóður ekki ráða við þessi auknu útgjöld nema með umtalsverðum skattahækkunum,“ segir Þorsteinn.Sjá einnig: Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Hann bendir á að svo virðist sem hagkerfið sé tekið að kólna og sé að kólna nokkuð hratt. Þá séu blikur á lofti um að búast megi við átakavetri á vinnumarkaði. Rétt væri að halda úti fimm ára áætlun sem tekur mið af því. „Í sögulegu samhengi þá hefur hagþróun aldrei gengið eftir með þeim hætti sem spáð er þarna. Þarna er gert ráð fyrir að eftir kröftugan vöxt muni hagkerfið lenda silkimjúkt í rúmum tveggja prósenta hagvexti. Mýksta lendingin hingað til er tveggja til þriggja ára tímabil án hagvaxtar og oft hefur ríkt samdráttur,“ segir Þorsteinn. Hvað forgangsröðun áætlunarinnar varðar gerir Þorsteinn ekki athugasemdir við hana. Hún sé áþekk þeirri sem kom fram í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Ánægjulegt sé að verið sé að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfis og velferðarmála. „En ég tel að stjórnin sé að lofa upp í ermina á sér. Hún lætur viðvörunarljós lönd og leið og blæs til stórsóknar. Slíkt er óábyrgt við aðstæður sem þessar og ekki annað hægt en að gefa slíkri nálgun falleinkunn,“ segir Þorsteinn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fjármálaáætlun háð miklum óvissuþáttum Lítið má út af bregða til að hið opinbera standist ekki lög um opinber fjármál. Afgangur ríkissjóðs næstu fimm ár er í lágmarki. Fjármálaráðherra telur mestu ógnina felast í að ekki náist sátt á vinnumarkaði. 5. apríl 2018 06:00