Tímavélar Haukur Örn Birgisson skrifar 3. apríl 2018 07:00 Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Öll gengum við í grunnskóla, flest í framhaldsskóla og sum í háskóla. Sama hvert skólastigið er, þá eru alltaf nokkrir ákveðnir fastapunktar sem eru órjúfanlegir skólagöngunni. Sá áhugaverðasti er árgangamót eða reunion á ensku. Það er eitthvað svo stórkostlega skrítið við reunion-fyrirbærið að það ætti að vera sérstakt rannsóknarefni félagsfræðinga um allan heim. Grunnskóla-reunion standa þó upp úr, það er alveg á hreinu. Ekki vegna þess hversu skemmtileg þau eru, heldur vegna þess hvaða áhrif þau hafa á alla þá sem mæta. Sé til sönnun fyrir tilvist tímavélarinnar þá má finna hana á þessum merkilegu mannamótum. Algjörlega óháð stöðu í samfélaginu og lífi þeirra almennt, þá breytast gestirnir í sömu 15 ára unglingana og þeir voru nokkrum áratugum áður. Þeir sem voru lúðalegir verða það aftur, gellurnar sem allir strákarnir voru skotnir í öðlast aftur einhvers konar vald yfir sömu (nú) miðaldra strákunum og gaurarnir sem börðu samnemendur sína í frímínútum njóta á ný óttablandinnar virðingar. Maður passar sig ósjálfrátt á því að segja ekkert sem gæti komið þeim úr jafnvægi. Valdamesti maður heims kæmist ekki hjá því að vera skíthræddur við gamla hrottann úr 10. bekk eða stelpuna sem hann þorði ekki að tala við í 8. bekk (og man enn símanúmerið hjá ... eða reyndar foreldrum hennar) – slík eru áhrif árgangamótanna. Tímavélin hrifsar alla um borð, miskunnarlaust. Þó félagsfræðingar eigi enn eftir að rannsaka fyrirbærið, liggja samt nokkrar augljósar niðurstöður fyrir: Um leið og dagskránni lýkur losna allir úr álögunum, konurnar eldast betur en karlarnir og sem betur fer er þetta bara á 10 ára fresti.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar