Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2018 11:00 Úr leik hjá Fram og ÍBV. vísir/ernir Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ÍBV hafa væntanlega ekki hoppað hæð sína af kæti þegar ljóst var að liðið myndi mæta Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Tölfræðin er allavega ekki með Eyjakonum í liði. Fram og ÍBV hafa mæst fjórum sinnum í vetur; þrisvar í Olís-deildinni og einu sinni í Coca Cola-bikarnum. Framkonur unnu alla leikina með samtals 16 marka mun. Fram vann engan af þessum leikjum með minna en þriggja marka mun. ÍBV endaði í 3. sæti Olís-deildarinnar með 30 stig. Liðið vann 14 af 21 leik, gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum, þar af þremur á móti Fram. Íslandsmeistararnir hafa verið nær óstöðvandi eftir áramót en tap fyrir Haukum í fyrsta leik eftir bikarhelgina gerði út um vonir liðsins á að verða deildarmeistarar. Deildarmeistaratitilinn virðist þó gefa liðum lítið þegar á hólminn er komið. Frá 2013 hafa deildarmeistarar aðeins einu sinni staðið uppi sem Íslandsmeistarar (Grótta 2015). Síðan úrslitakeppnin var tekin upp að nýju 2009 hefur Fram sex sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og tvisvar unnið þann stóra (2013 og 2017). Fram hefur 21 sinni orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. ÍBV hefur hins vegar ekki komist í úrslit um titilinn síðan 2005. Eyjakonur voru fastagestir í úrslitum á fyrstu árum þessarar aldar og unnu þá fjóra Íslandsmeistaratitla (2000, 2003, 2004 og 2006). Á morgun hefst hin undanúrslitarimman, milli deildarmeistara Vals og Hauka. Valskonur unnu tvo af þremur leikjum liðanna í Olís-deildinni og einn endaði með jafntefli. Liðin mættust m.a. í lokaumferð deildarinnar þar sem Valur vann sex marka sigur, 28-22, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Valur hefur ekki farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2014. Það er öllu lengra síðan Haukar komust í úrslitaeinvígið, eða 2005 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari. Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Leikmenn, þjálfarar og stuðningsmenn ÍBV hafa væntanlega ekki hoppað hæð sína af kæti þegar ljóst var að liðið myndi mæta Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta. Tölfræðin er allavega ekki með Eyjakonum í liði. Fram og ÍBV hafa mæst fjórum sinnum í vetur; þrisvar í Olís-deildinni og einu sinni í Coca Cola-bikarnum. Framkonur unnu alla leikina með samtals 16 marka mun. Fram vann engan af þessum leikjum með minna en þriggja marka mun. ÍBV endaði í 3. sæti Olís-deildarinnar með 30 stig. Liðið vann 14 af 21 leik, gerði tvö jafntefli og tapaði fimm leikjum, þar af þremur á móti Fram. Íslandsmeistararnir hafa verið nær óstöðvandi eftir áramót en tap fyrir Haukum í fyrsta leik eftir bikarhelgina gerði út um vonir liðsins á að verða deildarmeistarar. Deildarmeistaratitilinn virðist þó gefa liðum lítið þegar á hólminn er komið. Frá 2013 hafa deildarmeistarar aðeins einu sinni staðið uppi sem Íslandsmeistarar (Grótta 2015). Síðan úrslitakeppnin var tekin upp að nýju 2009 hefur Fram sex sinnum komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn og tvisvar unnið þann stóra (2013 og 2017). Fram hefur 21 sinni orðið Íslandsmeistari, oftast allra liða. ÍBV hefur hins vegar ekki komist í úrslit um titilinn síðan 2005. Eyjakonur voru fastagestir í úrslitum á fyrstu árum þessarar aldar og unnu þá fjóra Íslandsmeistaratitla (2000, 2003, 2004 og 2006). Á morgun hefst hin undanúrslitarimman, milli deildarmeistara Vals og Hauka. Valskonur unnu tvo af þremur leikjum liðanna í Olís-deildinni og einn endaði með jafntefli. Liðin mættust m.a. í lokaumferð deildarinnar þar sem Valur vann sex marka sigur, 28-22, og tryggði sér þar með deildarmeistaratitilinn. Valur hefur ekki farið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn síðan 2014. Það er öllu lengra síðan Haukar komust í úrslitaeinvígið, eða 2005 þegar liðið varð síðast Íslandsmeistari.
Birtist í Fréttablaðinu Olís-deild kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira