Fá ekki enn að rannsaka vettvang efnavopnaárásarinnar í Douma Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. apríl 2018 06:00 Frá Douma í Sýrlandi, þar sem átök hafa geisað. Vísir/AFP Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Rannsókn Efnavopnastofnunarinnar á meintri efnavopnaárás á sýrlenska bæinn Douma var frestað enn á ný í gær. Reuters-fréttastofan greindi frá því að rannsakendur hefðu í þetta skiptið ekki fengið að fara inn á vettvang þar sem skothvellir hefðu heyrst þaðan. Áður höfðu Rússar og Sýrlendingar sagt að ekki væri hægt að tryggja öryggi rannsakenda á vettvangi. Heimildarmaður Reuters sagði að þótt greint hefði verið frá skothvellum hefðu engar frekari upplýsingar fengist um málið. Stefnt var að því að rannsókn hæfist í gær en það hafði ekki gerst þegar þessi frétt var skrifuð. Tafir á rannsókninni hafa ekki orðið til þess að bæta samskipti Rússa og Sýrlendinga við Bandaríkjamenn, Breta og Frakka. Síðarnefndu þjóðirnar gerðu loftárásir á skotmörk í Sýrlandi, sem talin voru tengjast efnavopnaþróun og -framleiðslu, um síðustu helgi. Sýrlendingar og Rússar, helstu bandamenn þeirra, neita því hins vegar staðfastlega að Sýrlendingar hafi gert efnavopnaárás. Stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta hefur reyndar alla tíð neitað því að hafa beitt efnavopnum. Þrátt fyrir það komust rannsakendur bæði Efnavopnastofnunarinnar og Sameinuðu þjóðanna að því í fyrra að stjórnarherinn hafði drepið nærri hundrað með saríngasi í bænum Khan Sheikhoun. Til stendur að rannsakendur safni meðal annars jarðvegssýnum, blóðsýnum og þvagsýnum og tali við vitni á vettvangi. Bandaríkjamenn og Frakkar hafa þó áhyggjur af því að það gæti reynst erfitt í ljósi þess að nærri tvær vikur eru nú liðnar frá meintri árás.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00 Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56 Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Fulltrúar Efnavopnastofnunar vonast til að komast til Douma Sérfræðingar Efnavopnastofnunarinnar gera ráð fyrir því að fara til Douma í dag. Þeir segja að sýrlensk og rússnesk stjórnvöld hafi hingað til bannað þeim að skoða svæðið þar sem efnavopnum var beitt. Óttast er að sönnunargögn 18. apríl 2018 06:00
Varar við upplausnarástandi ráðist vesturveldin aftur á Sýrland Vladimir Pútín og Hassan Rouhani ræddust við í síma í dag og voru sammála um að loftárásir vesturveldanna hafa komið í veg fyrir að diplómatísk lausn næðist í málefnum Sýrlands. 15. apríl 2018 19:56
Fá að rannsaka Douma Rannsakendur Efnavopnastofnunarinnar (OPCW) munu fá aðgang að Douma í Sýrlandi í fyrramálið. 17. apríl 2018 05:05