„Látbragðsleikur og vonbrigði“ í Damaskus Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2018 23:30 Myndin er tekin í bænum Douma í útjaðri Damaskus í dag. Þann 7. apríl síðastliðinn varð Douma fyrir eiturvopnaárás, sem vesturveldin svöruðu fyrir með loftárásum í nótt. Vísir/AFP Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna. Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Vesturveldin þrjú; Bandaríkin, Bretland og Frakkland, gerðu loftárásir á sýrlenskar borgir í nótt. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Íbúar Damaskus, sem breska dagblaðið The Guardian ræddi við í dag, virtust flestir hafa búist við árásunum. „Ég svaf í gegnum þær. Þetta var hvort sem er látbragðsleikur,“ sagði Khalil Abu Hamza, íbúi á svæðinu í kringum Damaskus þar sem árás var gerð í nótt, í samtali við Guardian. Annar íbúi, Taha, sagði íbúa Damaskus vana tíðum árásum og sprengingum. „Enginn yfirgaf heimili sitt. Móðir mín, sem býr á móti okkur, lét þetta ekki einu sinni á sig fá. Athugið að við erum vön þessu.“Sjá einnig: Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Árásirnar í nótt voru gerðar á þremur stöðum í Sýrlandi, í grennd við Damaskus annars vegar og borgina Homs hins vegar, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Miðað var á stofnanir sem tengdust framleiðslu efnavopna í Sýrlandi og gáfu árásarþjóðir það út að reynt hefði verið að takmarka mannfall.Kort bandaríska varnarmálaráðuneytisins sýnir staðsetningar loftárásanna sem gerðar voru á Sýrland í nótt.Mynd/Varnarmálaráðuneyti BandaríkjannaÍ umfjöllun Guardian var einnig rætt við fylgismenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Einn þeirra, Abu Haidar, sagðist hafa beðið eftir árásinni síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti birti fyrsta tístið um væntanlegar loftárásir í vikunni. „Þegar við heyrðum sprengingarnar vissum við að þetta væru Bandaríkjamennirnir. Fólk leitaði ekki skjóls í loftvarnarbyrgjum, fólk hvorki öskraði né faldi sig. Við vorum á þökum húsanna okkar.“ Hussam, stuðningsmaður stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi, sagði árásina þrungna vonbrigðum. „Því miður eru vonbrigði það eina sem fer okkur á milli. Þetta var ekki jafn umfangsmikið og þeir vilja vera láta. Við höfum misst alla trú á alþjóðasamfélaginu,“ sagði Hussam og gagnrýndi auk þess Donald Trump harkalega fyrir að svo gott sem vara Sýrlandsforseta við árásunum.Að svo stöddu hafa ekki borist fregnir af mannfalli í árásunum. Eins og áður hefur komið fram voru það Bandaríkin, Bretland og Frakkland sem stóðu að hernaðaraðgerðum í Sýrlandi í nótt en ekki önnur aðildarríki NATO, sem þó styðja ákvörðunina, eins og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Öll aðildarríki NATO lýsa yfir fullum stuðningi við aðgerðirnar í nótt sem var ætlað að draga úr efnavopnamætti sýrlensku stjórnarinnar og að hindra frekari efnavopnaárásir á sýrlensku þjóðina,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO á blaðamannafundi í dag. Íslensk stjórnvöld hafa ekki verið eins afdráttalaus í stuðningi sínum við árásirnar á Sýrland. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að leita lausna í Sýrlandi eftir diplómatískum leiðum. Aftur á móti sé skiljanlegt að Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn hafi gripið til hernaðaraðgerða í ljósi alvarleika efnavopnaárásarinnar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir orð utanríkisráðherra í dag og sagði árásirnar hafa verið viðbúnar en að íslensk stjórnvöld leggi áherslu á að leita pólitískra lausna.
Sýrland Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21