Segir kalda stríðið komið aftur af fullum krafi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 23:07 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á fundi öryggisráðsins í dag. vísir/getty Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð. Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að kalda stríðið sé komið aftur og það af fullum krafti. Þá varar hann við því að stríðið í Sýrlandi stigmagnist. Guterres lét þessi varnaðarorð falla á hitafundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag en um var að ræða neyðarfund vegna Sýrlands. Bandaríkin og bandamenn þeirra íhuga nú að hefja loftárásir á Sýrland í kjölfar efnavopnaárásar sem talið er að Sýrlandsher hafi gert á bæinn Douma á laugardag. Rússar styðja Sýrlandsstjórn og hafa sagt að loftárásir vesturveldanna gætu orðið til þess að stríð á milli Bandaríkjanna og Rússa myndi brjótast út. Kalda stríðið kom í kjölfar sigurs bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni en stríðið nokkurs konar störukeppni á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, og bandamanna stórveldanna, en Rússland er stærsta ríki gömlu Sovétríkjanna.Segir gangverkið og varnirnar sem voru þá til staðar ekki til staðar í dag „Kalda stríðið er komið aftur en það er öðruvísi. Gangverkið og varnirnar sem voru til staðar fyrr á tímum eru ekki lengur til staðar,“ sagði Guterres á fundi öryggisráðsins og hvatti þjóðir heims til að sýna ábyrgð í þessum hættulegu aðstæðum. Gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Á fundinum gengu ásakanirnar á víxl á milli Rússa og vesturveldanna. Þannig sakaði sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum, Vassily Nebenzia, Bandaríkin um að nota meinta efnavopnaárás til þess að steypa Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, af stóli og halda Rússum í skefjum. Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ sakaði svo Assad um að hafa beitt efnavopnum að minnsta kosti 50 sinnum á síðustu sjö árum. Sýrlandsstjórn hefur neitað að hafa beitt efnavopnum í árásinni í Douma þar sem tugir almennra borgara létu lífið. Bandarísk yfirvöld sem og Frakkar hafa hins vegar sagt að þeir hafi sönnun fyrir því að efnavopnum hafi verið beitt, án þess þó að fara nánar út í smáatriði varðandi það opinberlega, en það sem Bandaríkjamenn hafa sagt er að þeir séu mjög sannfærðir um að efnavopnaárás hafi verið gerð.
Sýrland Tengdar fréttir Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35 Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Trump dregur í land með árásir í Sýrlandi Eftir að hafa hótað Rússum eldflaugaárásum á Twitter í gær bakkaði Bandaríkjaforseti í öðru tísti í morgun. 12. apríl 2018 12:35
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta. 12. apríl 2018 06:30