Hvernig má bæta starf kennarans? Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun