Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 12:42 Iceland sérhæfir sig í frosnum vörum. Ekki verður lengur pálmaolía í vörum sem eru merktar keðjunni. Vísir/Getty Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna