Henrik Mortensen með kastsýningu Karl Lúðvíksson skrifar 8. maí 2018 12:32 Henrik Mortensen er einn fremsti flugukastari heims. Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir. Mest lesið Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði
Fimmtudagskvöldið 10. maí n.k. mun hinn heimsfrægi flugukastari, kastkennari og stangahönnuður Henrik Mortensen vera með kastsýningu á túninu við höfuðstöðvar SVFR að Rafstöðvarvegi 14. Húsið opnar kl. 18.00 en Henrik mun byrja að kasta kl. 18:15. Að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni. Að lokinni sýningu, gefst viðstöddum kostur á að prófa Salmologic stangirnar sem er afrakstur ævistarfs Henriks en Henrik hefur hannað veiðitæki fyrir helstu veiðivöruframleiðendur heims og framleiðir nú eigin stangir og línur undir merkjum Salmologic. Í fyrra var mjög góð mæting og við vonum að sem flestir láti sjá sig og hiti upp fyrir komandi veiðisumar. Kíkið endilega á rúnt upp í Elliðaárdal, sjáið meistarann athafna sig og takið nokkur köst á túninu sjálf. Allir velkomnir.
Mest lesið Þjófstart á þremur veiðistöðum Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn Veiði 170 laxa vika í Eystri Rangá Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði