Klikkun en þægileg innivinna Benedikt Bóas skrifar 4. maí 2018 06:00 Gunnar Þórðarson stígur á stokk á Kringlukránni um helgina. Vísir/Stefán „Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira
„Þetta er þægileg innivinna,“ segir Gunnar Þórðarson, einn af okkar dáðustu tónskáldum en hann mun ásamt hljómsveitinni Gullkistunni stíga á svið á Vorgleði Kringlukrárinnar um helgina. Ásamt Gunnari eru þeir Óttar Felix, Jonni Ólafs og Ásgeir Óskars í bandinu og munu þeir spila alla gömlu góðu slagarana, bæði innlenda og erlenda. Það verð ur því væntanlega þéttskipað á dansgólfinu og engin danskort tóm. „Gullkistan spilar bara lög „from the sixties“, eins og þeir segja, “ segir Gunnar og á þar við Trúbrot, Hljóma, Bítlana, Rolling Stones og fleiri og fleiri. Það er ekki komið að tómum kofanum þegar kemur að því að velja á lagalistann hjá þessum meisturum og trúlega gætu þeir verið að mun lengur en frá hálf tólf til þrjú að nóttu. Aðspurður hvort svona gigg taki ekki sinn toll af 73 ára gömlum rokklíkama segir Gunnar: „Þetta er auðvitað klikkun,“ og getur ekki annað en brosað. Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson verða sérstakir heiðursgestir á laugardaginn. Magnús lék með Gunnari í hljómsveitinni Trúbroti og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum, samdi m.a. Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir lék með Gunnari í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og ýmsum fleiri hljómsveitum. „Við spilum saman um tvisvar sinnum á ári. Þetta er hobbí hjá okkur að spila gömlu lögin. Við æfum aðeins, en höfum spilað þetta auðvitað í smá tíma. Við gætum trúlega mætt og talið í en gerum það að sjálfsögðu ekki,“ segir Gunnar. Á toppnum síðan 1965 Gunni Þórðar fæddist á Hólmavík 4. janúar 1945 en flutti til Keflavíkur 1953. Tíu árum síðar komu Hljómar fyrst fram á sjónvarsviðið en fyrsta plata þeirra sem var þrykkt í plast kom út 1965 með lögum Gunnars. Það voru Fyrsti kossinn og Bláu augun þín sem enn hljóma í eyrum landsmanna. Síðan hefur sigurganga hans verið nánast óslitin. Sögu hans sem lagahöfundur, útsetjari, plötuútgefandi og fleira og fleira þarf varla að skrifa enda hefur hann lagt til flestar dægurlagaperlur sem Íslendingar syngja enn í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Sjá meira