Gallað kerfi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 3. maí 2018 10:00 Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála eins og fjármálaáætlun hennar ber skýr merki um. Forystumenn stjórnarinnar kynntu áformin nýverið með stolti og sögðust ætla að hækka útgjöldin um allt að 20 prósent á næstu fimm árum. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þeim láðist, vitandi eða óafvitandi, að geta þess hvernig fjármununum verður varið. Af áformunum mætti ráða að tilgangurinn væri að verja sem mestum fjármunum í heilbrigðiskerfið fremur en að sjá til þess að kerfið gagnist þeim sem þurfa á þjónustu þess að halda. Aukin útgjöld geta ekki verið markmið í sjálfu sér. Ef kerfið er gallað þýðir lítt að veita því aukið fé. Og því miður eru ýmis merki um að kerfið virki ekki sem skyldi. Langur biðlisti er eftir því að komast á biðlista eftir liðskiptaaðgerðum en engu að síður neitar ríkið að nýta sér þjónustu einkafyrirtækja hér á landi og sendir fólk fremur til Svíþjóðar, með mun meiri tilkostnaði, til þess að gangast undir slíka aðgerð. Kerfið segir einfaldlega nei og við það situr. Þakkarvert einkaframtak á borð við Hugarafl, Karitas og Krabbameinsfélagið virðist auk þess ekki hljóta náð fyrir augum kerfisins. Allt skal steypt í sama ríkismótið. Í stað þess að hlýða á óskir þeirra sem kerfið á að þjóna, sjúklinganna, hafa stjórnvöld hagsmuni kerfisins í hávegum. Kerfið virðist skipulagt út frá þörfum þess sjálfs. Hugarfarsbreytingar er þörf. Það sem mestu skiptir er að sjúklingar eigi kost á nauðsynlegri og skjótri þjónustu með sem hagkvæmustum hætti. Gamaldags andúð á einkarekstri má ekki koma í veg fyrir að það markmið náist.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun