Rúnar Kristinsson: Ágætt fyrir deildina að við stoppuðum Breiðablik Árni Jóhannsson á Alvogenvellinum skrifar 18. maí 2018 22:15 Rúnar Kristinsson. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sammála blaðamanni þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða, en KR og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í kvöld. „Við viljum alltaf vinna á heimavelli en líklega var þetta sanngjörn niðurstaða. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur milli tveggja góðra liða og við vorum að spila við það lið sem líklega er best á þessu augnabliki og vorum nokkuð góðir fannst mér. Við sýndum fólkinu okkar allavega að við viljum hafa fyrir hlutunum og leggja okkur fram, fáum eitt stig út úr þessu og verðum við að sætta okkur við það“. Aðspurður að hvað KR hefði getað gert betur sagði Rúnar: „Við hefðum getað verið smá heppnir, við stjórnuðum leiknum aðeins betur en þeir og vorum meira með boltann en Blikarnir eru bara stórhættulegir og sérstaklega í skyndisóknum og fengu þeir margar slíkar í fyrri hálfleik þegar við vorum orðnir of margir á sóknarhelmingnum. Þeir fengu þá hættulegri skot fyrir vikið þannig að þetta var fram og til baka í allan dag en þetta hefði mátt detta betur fyrir okkur í dag, við áttum fullt af góðum færum. Heilt yfir held ég að þetta hafi verið skemmtilegur leikur og sanngjörn niðurstaða“. Rúnar var að lokum spurður að því hvort fólk í Vesturbænum þyrfti að hafa einhverjar áhyggjur af stigasöfnum KR eftir fjórar umferðir en fimm punktar eru komnir í pokann góða. „Alls ekki, okkur var spáð fimmta sæti og erum við ekkert langt frá því en við viljum meira. Við viljum koma okkur hærra í töflunni en eins og deildin er að spilast þá eru allir að taka stig af öllum og kannski ágætt fyrir deildina að við stöðvuðum Breiðablik svo þeir færu ekki að stinga af. Það er stutt í næstu lið og það er nóg eftir og okkur á eftir að vaxa ásmegin og við höfum trú á því sem við erum að gera og sýndum við það í dag.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira