Vítahringur heimilisleysis Valgerður Árnadóttir skrifar 17. maí 2018 19:02 Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Valgerður Árnadóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Heimilisleysi í Reykjavík hefur tvöfaldast á fimm árum. Hér er ekki átt við þá sem búa í ótryggu húsnæði og flakkar milli vina og vandamanna. Yfir 350 manns í Reykjavík teljast heimlislaus. Talan er hærri því því hópur fólks er skráður með lögheimili þótt þau séu á vergangi. Fólk á götunni á ekki að vera ósýnilegt og við eigum ekki að láta eins og þau séu ekki til. Það eru grundvallar-mannréttindi að hafa skjól yfir höfuðið. Óttækt er að hér búi fólk á vergangi og í ótryggu húsnæði. Við verðum að bæta hér úr.Það þarf að opna heimili fyrir tvígreindar konur sem glíma við geðsjúkdóma og fíknivanda, bjóða upp á öruggt neyslurými fyrir fíkla og varanleg úrræði fyrir heimilislausa. Reynsla erlendis hefur sýnt að árangursríkasta leiðin til að leysa geð- og fíknivanda utangarðsfólks er að veita öruggt skjól og tækifæri til vinnu eða menntunar. Margir í þessum hópi velkjast inn og út af heilbrigðisstofnunum og fangelsum en þegar þau eru á bataleið og eru send út í heiminn þá er ekkert sem tekur við þeim. Það er ekki auðvelt að taka þátt í samfélaginu þegar allur tími og orka fer í að tryggja sér næturstað. Þetta er vítahringur sem ekki leysist af sjálfu sér. Ef ekkert er að gert þá mun vandinn halda áfram að vinda upp á sig. Sjálf kaus ég Besta flokkinn á sínum tíma því það var eitt af fáum kosningarloforðum þeirra að leysa vanda heimilislausra en það eru liðin 8 ár og vandinn hefur bara versnað. Píratar í Reykjavík komu á tveggja ára tilraunaverkefni “Housing first” árið 2016 með Velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndafræði „Housing First“ er húsnæði fyrir utangarðsfólk án kvaða. Aðferðafræðin er í samræmi við stefnu okkar í velferðar- og forvarnamálum, en þar segir að þeir sem eigi hvergi höfði að halla skuli njóta þeirra mannréttinda að fá þak yfir höfuð án kvaða. Fyrst sýnum við fólki virðingu og samkennd því þannig sköpum við traust til næstu skrefa. Fólk gleymir því þegar það hrópar „Utangarðsmenn, hvað með fjölskyldufólk sem vantar húsnæði?” að eitt málefni útilokar ekki annað, húsnæðisvandi fjölskyldufólks er ekki leystur með þvi að hunsa utangarðsfólk. Það felst bæði samfélagslegur og efnahagslegur ávinningur af því að leysa vanda utangarðsfólks, það er dýrt að reka heilbrigðisstofnanir og fangelsi og öryggi fyrir utangarðsfólk þýðir einnig aukið öryggi fyrir fjölskyldur og samfélagið allt. Það er í forgangi hjá Pírötum að leysa húsnæðisvandann og byggja húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum úthluta lóðum til óhagnaðardrifinna leigufélaga og stórbæta byggingareglugerðir svo unnt verði að byggja húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir venjulegt fólk. Í velferðarsamfélagi á enginn að þurfa að búa við skort. Tími sérhagsmuna og græðgisgamma verður að enda.Höfundur skipar 5. sæti Pírata í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun