Lykilstarfsmaður Vestmannaeyjabæjar ætlar að segja upp ef Elliði verður ekki bæjarstjóri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. maí 2018 15:34 Elliði Vignisson er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Eyjum. Vísir Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum. Kosningar 2018 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar, ætlar að segja upp störfum verði Elliði Vignisson ekki áfram bæjarstjóri í Vestmannaeyjum að loknum kosningum.Rut Haraldsdóttir.Töluverð spenna er í Eyjum fyrir kosningarnar 26. maí en Elliði ákvað að vera í 5. sæti lista Sjálfstæðismanna, baráttusæti fyrir hreinum meirihluta. Elliði hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2006. Eyjafréttir fengu veður af því að Rut hygðist ekki halda áfram störfum yrðu breytingar á bæjarstjórninni og báru það undir hana. „Ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri,“ sagði Rut við Eyjafréttir. Hún hafi kunnað að meta samstarfið við núverandi meirihluta en komi til breytinga lítist henni ekki á nýjar áherslur og breytta stjórnunarhætti sem því geti fylgt. Ákvörðun Rutar hefur vakið töluverða athygli í Eyjum. Bergvin Oddsson, betur þekktur sem Beggi blindi sem verið hefur í framboði fyrir Samfylkinguna í Eyjum, er hneykslaður á ákvörðun Rutar.Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins.vísir/stefánBegga blöskrar „Af hverju ættu kjósendur í eyjum að kjósa eftir því hvort núverandi fjármálastjóri veybæjar Rut Haraldsdóttir ætli að hætta sem fjármálastjóri ef núverandi bæjarstjóri Elliði Vignisson heldur ekki áfram sem bæjarstjóri. Þvílíkur hræðsluáróður,“ segir Beggi. Að hans mati eigi málefni og frambjóðendur að ráða atkvæðum en ekki embættismennirnir.Í könnun Fréttablaðsins í lok apríl fékk Sjálfstæðisflokkurinn rúm 41 prósent, Fyrir Heimaey tæp 32 prósent og Eyjalistinn rúm 25 prósent. Fyrir Heimaey er klofningsframboð út úr Sjálfstæðisflokknum, en Eyjalistinn er sameinað framboð fólks úr Bjartri framtíð, Framsóknarflokki, Samfylkingu, Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og óflokksbundnum að auki. Kosið verður um sjö bæjarfulltrúa í Vestmannaeyjum.
Kosningar 2018 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira