Bílalíf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2018 10:00 Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Svo margir flokkar eru í framboði til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík að ekki er hægt muna nöfn þeirra allra með góðu móti, án þess að notast við minnisblað. Áherslumál flokkanna eru af ýmsum toga en einhverjum þeirra er einstaklega annt um einkabílinn. Á dögunum lét fulltrúi eins smáflokksins þau orð falla í útvarpsviðtali að það væri skelfilegt að aka Miklubrautina því þar þyrftu bílar að stoppa á nokkurra sekúndna fresti til að hleypa vegfarendum yfir gangbraut. Það er vitanlega ekki rétt að bíleigendur verði fyrir þessu áfalli á Miklubrautinni á svo að segja hverri sekúndu. Það er hins vegar rétt að það eru umferðarljós við gangbrautir á Miklubrautinni sem vegfarendur nýta sér. Sá fjöldi er reyndar ekki mikill, en einstaka maður sést þó standa þar og ýta á takka umferðarljósanna og bíða, eins og löghlýðnir borgarar gera, eftir því að græni kallinn láti sjá sig. Stundum þarf að bíða nokkuð eftir þeim græna, en vegfarandinn er umvafinn stóískri ró. Þegar græni kallinn birtist neyðast bílar á Miklubrautinni til að stoppa og hleypa vegfarandanum leiðar sinnar. Fyrir vikið koma einhverjir bíleigendur hugsanlega einni eða jafnvel tveimur mínútum of seint á áfangastað sinn. Ekki ætti það að koma miklu róti á tilfinningalíf þeirra eða setja líf þeirra úr skorðum á nokkurn hátt. Argir bíleigendur emja fremur hátt fyrir þessar kosningar og minna á að sífellt sé verið að þrengja að rétti þeirra. Að þeirra mati er ekki lengur hægt að aka um miðbæinn af því að hin vonda og meinfýsna borgarstjórn er heilluð af göngugötum. Hvergi er svo nóg af bílastæðum vegna þess að þessi sami meirihluti vill hrekja fólk úr bílum sínum og setja það í strætó eða upp á hjól. Og svo eru meira að segja vegfarendur við Miklubrautina! Þessi hópur önugra bíleigenda ætti að leggja bíl sínum hluta úr degi og bregða sér í hlutverk vegfaranda við Miklubraut. Þeir ættu að standa þar um hríð og horfa á bílamergð aka framhjá á fullri ferð. Sá sem horfir á þessa spúandi bílaumferð á miklum hraða hlýtur að velta fyrir sér hvort þetta sé virkilega eftirsóknarverður lífsstíll. Um leið hvarflar hugur viðkomandi hugsanlega að þeirri staðreynd að á hverju ári deyja tugir Íslendinga vegna mengunar hér á landi. En það er víst svo óþægileg staðreynd að ekki má tala um hana. Af tali æstustu bíleigenda mætti stundum ætla að þeir byggju í bílum sínum og vildu hvergi annars staðar vera. Bílar eru vissulega þægileg farartæki en það á ekki að byggja tilveru sína og lífsgrundvöll á þeim. Samt eru of margir sem það gera og vilja eiga griðastað í bíl sínum öllum stundum. Þessum hópi bíleigenda virðist þykja beinlínis eftirsóknarvert að Reykjavík, og þar með talinn miðbærinn, verði mengandi bílaborg. Allur málflutningur þeirra hnígur í þá átt. Góðu heilli virðist þetta ekki meirihlutaskoðun kjósenda í Reykjavík.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar