Sjókvíaeldisfiski úthýst af matseðli veiðihúsa Karl Lúðvíksson skrifar 16. maí 2018 10:00 Fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðli neins veiðihðúss í sumar. Barátta veiðimanna gegn auknu sjókvíaeldi er farið að taka á sig ýmsar myndir og nú undanfarið hafa veiðihúsin tilkynnt að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á boðsstólnum hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að þessi aðgerð hafi ekki nein fjárhagsleg áhrif á laxeldisfyrirtækin er þetta fyrst og fremst táknrænt en einnig af þeirri ástæðu að viðskiptavinir veiðihúsanna hafa gert athugasemdir við að fá eldisfisk. Sá laxfiskur sem veiðihúsin nota verður því eingöngu bleikja sem er alin í kerjum á landi. Nú síðast var það SVFR sem sendi tilkynningu þess efnis að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðlinum í sumar, hér er tilkynningin frá félaginu:"Líkt og margir veiðileyfasalar hafa tilkynnt nú að undanförnu vill Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka það sérstaklega fram að það verður enginn sjókvíaeldisfiskur á boðstólnum í veiðihúsum á þeirra vegum. Undanfarin ár hefur slíkt ekki verið á boðstólnum í veiðihúsum SVFR, en í þeim tilfellum sem boðið er upp á eldisfisk, er það bleikja sem ræktuð er í landeldi.Sjókvíaeldi getur haft gífurlega neikvæð og óafturkræf áhrif á laxastofna hér við land og líkt og aðrir veiðileyfasalar hafa gert, vill SVFR leggja sitt á vogaskálarnar með því að hafa ekki slíkan fisk á boðstólnum í sínum veiðihúsum." Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Flottar bleikjur í Efri Brú í Úlfljótsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði
Barátta veiðimanna gegn auknu sjókvíaeldi er farið að taka á sig ýmsar myndir og nú undanfarið hafa veiðihúsin tilkynnt að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á boðsstólnum hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að þessi aðgerð hafi ekki nein fjárhagsleg áhrif á laxeldisfyrirtækin er þetta fyrst og fremst táknrænt en einnig af þeirri ástæðu að viðskiptavinir veiðihúsanna hafa gert athugasemdir við að fá eldisfisk. Sá laxfiskur sem veiðihúsin nota verður því eingöngu bleikja sem er alin í kerjum á landi. Nú síðast var það SVFR sem sendi tilkynningu þess efnis að fiskur úr sjókvíaeldi verður ekki á matseðlinum í sumar, hér er tilkynningin frá félaginu:"Líkt og margir veiðileyfasalar hafa tilkynnt nú að undanförnu vill Stangaveiðifélag Reykjavíkur taka það sérstaklega fram að það verður enginn sjókvíaeldisfiskur á boðstólnum í veiðihúsum á þeirra vegum. Undanfarin ár hefur slíkt ekki verið á boðstólnum í veiðihúsum SVFR, en í þeim tilfellum sem boðið er upp á eldisfisk, er það bleikja sem ræktuð er í landeldi.Sjókvíaeldi getur haft gífurlega neikvæð og óafturkræf áhrif á laxastofna hér við land og líkt og aðrir veiðileyfasalar hafa gert, vill SVFR leggja sitt á vogaskálarnar með því að hafa ekki slíkan fisk á boðstólnum í sínum veiðihúsum."
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið Veiði Flottar bleikjur í Efri Brú í Úlfljótsvatni Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Fín veiði á sjóbirtingsslóðum Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði