Er fólk með fíknsjúkdóm afgangsstærð? Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 15. maí 2018 07:00 Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Sú er almennt ekki raunin á Íslandi. Vogur er sjúkrahús sem veitir sérhæfða afeitrun og meðferð við fíknsjúkdómi. Gott aðgengi er að meðferðinni, sem er lykilatriði, og lögð áhersla á að fíknsjúkdómur er margþátta sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla. Þessi sjúklingahópur fær einnig mjög mikla þjónustu í velferðarkerfinu öllu, á bráðamóttökum, á sjúkrahúsum, á heilsugæslustöðvum, í félagsþjónustu sveitarfélaga og sjúkratryggingakerfi landsmanna. Þó má finna hjá okkur göt – skort á þjónustu vegna fíknsjúkdóms, t.d. fyrir þá elstu og þá yngstu – og fordómarnir eru í raun aldrei langt undan. Hvers vegna þyrfti annars að gera sérstakar ráðstafanir hjá grasrótarsamtökum eins og SÁÁ til að sjálfsagðri meðferð og eftirfylgni sé sinnt af heilbrigðiskerfi á Íslandi? Frá áramótum hafa innlagnir á sjúkrahúsið Vog verið um 850. Margir eru þó að bíða eftir innlögn, rúmlega 500 manns, en biðlistinn á Vog hefur lengst mikið síðustu eitt til tvö árin. Þörfin er brennandi. Við finnum fyrir því alla daga. Fyrir hvern og einn sem kemur til meðferðar eru nokkrir ástvinir sem hafa áhyggjur, binda vonir við breytingar, bíða eftir að þessi eini nái sér. Þeir sem búa við áfengis- og vímuefnafíkn vita hve mikið sá sjúkdómur getur tekið. Þeir vita líka hve mikið býr undir hjá einstaklingnum sem er veikur og hversu mikilvægt það er að hann fái aðstoð til að fóta sig að nýju. Einstaklingurinn þarf aðstoð til að stoppa neyslu áfengis og annarra vímuefna, aðstoð til að það rofi til í huganum, svo hægt sé að ná í þann kraft og getu sem í hverjum og einum býr. Kraft og getu til að takast á við lífið og áskoranir, virkni til að njóta fjölskyldu og samferðarfólks. Fíknsjúkdómurinn snertir hverja einustu fjölskyldu á Íslandi. Afleiðingarnar eru miklar og áþreifanlegar. Vonbrigði og leiði, reiði og ásakanir, vonleysi og ráðaleysi eru oft ríkjandi tilfinningar hjá fjölskyldu sem glímir við þennan sjúkdóm. Þegar illa gengur er mikilvægt að hafa möguleika til inngrips. Sjúkdómurinn þolir oft enga bið. Það vita þeir sem næst standa. Oft er reynt að steypa öllum með fíknsjúkdóm í sama mót, eða tala um þennan hóp sem einsleitan, til að geta alhæft og úthrópað. En raunin er sú að fíknsjúkdómur finnst meðal allra hópa og fólk úr öllum stéttum leitar sér aðstoðar við honum. Aðstoðin þarf því að vera opin og henta sem flestum. Meðalaldur sjúklinga á sjúkrahúsinu Vogi er lágur, um 35 ár. Þetta er ungt fólk, flestir eiga börn og þeir eldri eiga flestir barnabörn. Það er því mikil forvörn falin í því að einstaklingur með fíknsjúkdóm komist í meðferð og nái heilsu að nýju. Og sem betur fer þekkir hver fjölskylda á Íslandi líka til batans sem hægt er að ná frá fíknsjúkdómi. Batinn kemur í áföngum og tekur á sig margar myndir: fólk í bata frá fíknsjúkdómi sinnir öllum störfum þjóðfélagsins, það er í móður- og föðurhlutverki, afa- og ömmuhlutverki, bróðir, systir, maki, frænka, frændi, vinur, vinkona – allt litróf mannlífsins tilheyrir hópnum. Ef þú eða einhver sem þér þykir vænt um þarf aðstoð vegna áfengis- eða vímuefnavanda hafðu þá samband. Það eru allir velkomnir til SÁÁ.Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga SÁÁ
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar