Björt og fögur ásýnd Garðabæjar Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 14. maí 2018 10:41 Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Nýútkomin skýrsla SA gefur okkur íbúum Garðabæjar fallega og bjarta ásýnd á sterka fjárhagslega stöðu bæjarins í samanburði við stærstu sveitarfélög landsins. Það skiptir gríðarlega miklu máli að haldið sé vel utan um fjármálarekstur sveitarfélaga. En um leið er ekki síður mikilvægt að rýna í hvernig því fjármagni sem slíkt svigrúm gefur er ráðstafað í þágu íbúa.Betur má ef duga skal Garðabæjarlistinn hefur bent á að betur má ef duga skal þegar kemur að þjónustu við íbúa. Þetta á við til að mynda í velferðarþjónustu, gagnsæi í stjórnsýslu, upplýsingagjöf og atvinnuuppbyggingu. Þar er því miður ekki að sjá þessa sömu björtu og fögru ásýnd. En skiptir það einhverju máli? Er einhver þörf á fjárfestingu í samfélagslegri ábyrgð sem felur í sér velferð fyrir alla ekki bara valfrelsi fyrir suma? Við í Garðabæjarlistanum segjum já. Það skiptir höfuðmáli að fjárfesta í samfélagslegri ábyrgð. Það hefur bæði gríðarleg áhrif á hvern einasta íbúa en ekki síður á þróun samfélagsins til lengri tíma. Það skiptir máli í hverju er fjárfest, hvort það eru fjárfestingar til lengri eða skemmri tíma og þá sérstaklega hvort fjárfest er í þágu allra íbúa.Gerum bara enn betur Garðabær virðist nefnilega samkvæmt skýrslu SA hafa gott fjárhagslegt svigrúm til þess að forgangsraða betur í þágu íbúa. Til að mynda mætti nýta slíkt svigrúm til að gera betur við barnafjölskyldur. Garðabæjarlistinn vill sjá álögur á barnafjölskyldur lækka, ekki síst til þess að laða fleira ungt fólk aftur inn í bæinn. Við viljum sjá Garðabæ gera það sem einfalt er að gera til þess einmitt að tryggja ungum fjölskyldum möguleikann á búsetu án þess að borga mikið meira fyrir alla þjónustu en annar staðar. Það er ekki sanngjarnt og til lengri tíma litið er það einfaldlega hættuleg stefna. Sveitarfélagið má ekki láta fjárfestingu í innviðum líða fyrir fjárhagslega góða útkomu eina saman. Þannig tapar samfélagið allt í stað þess að græða.Lægsta útsvarið og lægstu fasteignaskattarnir en hvað svo?Þannig er að útsvar og fasteignaskattur eru lægst í Garðabæ en á móti kemur að íbúar borga meira fyrir til dæmis leikskóla, fæði barna og ungmenna og íþróttaiðkun barna. Á sama tíma er ekki verið að fjárfesta til framtíðar í velferð, engin framtíðarsýn er varðar búsetuúrræði fyrir fatlaða einstaklinga og félagslegt húsnæði ekki til. Engin plön eru fyrir hendi í þessum málaflokkum til framtíðar þrátt fyrir fjárhagslegt svigrúm og fallega ásýnd og bjarta. Það sem gerir þetta enn verra er að ef viðurkennda leiðin er að bjóða ákveðnum hópum eins og fötluðum upp á verri þjónustu og láta aðra líkt og foreldra með börn á leikskólum borga meira til að fá góða þjónustu.Hlutverk sveitarfélaga Meginhlutverk sveitarfélaga er að tryggja góða grunnþjónustu fyrir alla. Þess vegna er ekki nóg að stæra sig af lægsta útsvarinu og lægsta fasteignskattinum á hvern íbúa þegar það er sá tekjustofn sem er ætlað að tryggja góða lögbundna grunnþjónustu. Þessir þættir verða að fara saman. Þegar grunnþjónustu við íbúa í bænum er ekki sinnt sem skyldi eru fögur orð um sterka fjárhagsstöðu Garðabæjar innantóm og villandi. Gerum Garðabæ fyrir alla. Forgangsröðum í mennsku og fjárfestum með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi. Kjósum Garðabæjarlistann! Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun