Mikilvægustu tækifæri Hörpu Gunnar Guðjónsson skrifar 10. maí 2018 10:30 Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í framhaldi af grein minni „Til hagsmunaaðila Hörpu“ sem birt var sl. nóvember og nú nýafstaðins aðalfundar Hörpu vil ég útskýra nánar mikilvægi þeirra tækifæra sem felast í markvissri dagskrárgerð og verkefnastýringu. Fyrir utan baráttuna við að halda utan um reksturinn þá er tilvistargrundvöllur tónleikahúss (listrænn sem og rekstrarlegur) tónleikar, tónleikaraðir og hátíðir með flytjendum í hæsta mögulega gæðaflokki en jafnframt með sjálfbæru sniði. Ef til vill er það þvert á almennar hugmyndir en í raun er það óeðlilegt þegar slíkir viðburðir bera ekki sterka afkomu sem notuð er til þess að styðja við stórviðburði og/eða almenna reksturinn. Slík kjarnastarfsemi mótar einnig helstu viðmiðunarmörk rekstursins og stöðu hússins gagnvart hagsmunaaðilum. Skilyrðin fyrir öflugri kjarnastarfsemi í Hörpu eru með besta móti. Listamenn hrósa heimsklassa hljómburði Eldborgar, 86% þjóðarinnar hafa heimsótt húsið, starfsemi t.d. Sinfóníunnar bendir til þess að þolmörk markaðarins séu ekkert að gera vart við sig og húsið sjálft er einfaldlega flott! En þessi starfsemi er ný hér á landi og ekki er hægt að bera hana saman við aðrar greinar og/eða „hype“-markaðsstefnu sem við þekkjum helst frá stórborgum eins og London eða New York (enda hefur hún heldur ekki sannað sig þar). Langtímamarkmið eins og miðlun náinna tengsla við listformið sjálft og markviss þróun hóps af kjarna áhorfenda eru undirstöður fyrirsjáanleika og velgengni á þessu sviði. Fjögur skref þarf að taka til að koma þessu af stað. Helstu aðstandendur klassískra tónleika þurfa að fara í djúpa sjálfsskoðun á eigin styrk- og veikleikum. Þessir aðilar þurfa jafnframt að sjá til þess að samskiptin sín á milli séu mjög góð. Þar með geta þeir betur skilgreint hlutverk hvers og eins en einnig séð betur hvar vantar almennt upp á þekkingu og reynslu. Þá fyrst er hægt að finna viðeigandi lausnir til þess að styrkja verkefnastýringu og samningsstöðu allra. Augljóslega væri Harpa best til þess fallin að halda utan um yfirsýn á markaðnum, að vera samræmingaraðili og að fylla upp í það sem fer út fyrir hlutverk og/eða getu annarra. Að sauma þessa þræði saman er mjög fíngerð og tímafrek vinna sem alltaf krefst mikillar langtímaskipulagningar og góðra samskipta innanhúss, sem og við aðra tónleikahaldara og alþjóðlega markaðinn. Púslin í þessu spili eru því bæði örsmá og risastór. Oftast er það til dæmis þannig að tónleikahús einbeita sér að ákveðinni sérstöðu. Elbphilharmonie Hamburg er nokkurs konar „borgartorg“ með tengingu við hótel, veitingastaði og gjafabúðir og hefur samstarf við fjölbreytta tónleikahaldara, Musikverein í Vín hefur gyllta salinn sem við þekkjum frá nýárstónleikunum í sjónvarpinu og bæði Vínar og Berlínar Konzerthaus hafa lýðræðislega og nútímalega dagskrárgerð. Harpa hefur mikla möguleika til þess að ala betur á öllum slíkum atriðum. Þó svo að klassíska tónlistin sé oftast aðalatriði tónleikahúss af þessu tagi þá er margt í hinni miklu flóru íslensku tónlistarsenunnar sem bendir til þess að slík nálgun að tónleikahaldi gæti boðið upp á spennandi og áður óþekkta möguleika á öðrum sviðum tónlistarheimsins. En hvað sem það varðar þá verður erfiðara að koma sterkum kjarna á beina braut eftir því sem tíminn líður. Klassíkin t.d. skipuleggur sig 2-6 ár fyrirfram og því er nauðsynlegt að ganga í þetta verkefni tafarlaust, ekki síst til þess að gæta að alþjóðlegu orðspori þessa glæsilega húss þegar kemur að tónleikahaldi. Það eru forréttindi að eiga Hörpu og aðstaðan er að öllu leyti metnaðarfull til þess að bera sterkan kjarna af eigin viðburðum og vera þar með aflið á bak við uppsprettu tónlistarlífsins. Höfundur hefur starfað í klassíska tónlistarheiminum í Vín sl. 7 ár, þar á meðal sem verkefnastjóri í Wiener Konzerthaus við tónleikahald og uppsetningu gæðastjórnunarkerfis.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun