Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. maí 2018 08:00 Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og sameiningarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. Vísir/ernir Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Skipulagsmál „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra umferðaræða, Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklubrautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulagsmál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskólareitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóðina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sjö lóðir í borginni eyrnamerktar ungu fólki Tillaga þess efnis að sjö svæði og lóðir í Reykjavík verði ætluð uppbyggingu fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur var samþykkt í borgarráði Reykjavíkurborgar í gær. 13. apríl 2018 12:15